Leikskólinn Víðivellir tók til starfa 28. febrúar árið 1977. Í leikskólanum dvelja 86 börn á fjórum deildum. Á Ungadeild eru yngstu börnin, 1-2 ára og eru þau með sér útisvæði, á Kisudeild er miðhópurinn 2-3 ára og á Bangsadeild og Kanínudeild eru elstu börnin 3-5 ára.

Leiðarljós Víðivalla eru jafnrétti, virðing og vinátta.

Við leggjum mikið upp úr því að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum í barnahópnum.
Leikskólinn Víðivellir er fyrsti leikskólinn sem Hafnarfjarðarbær rekur og tók til starfa árið 1977. Víðivellir er fjögurra deilda leikskóli. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á inngildandi leikskólastarf og í skólanum er góð aðstaða og sérþekking á að mæta þörfum margbreytilegs barnahóps. Leikskólinn er staðsettur við skemmtileg útivistarsvæði, stutt er í fjöru og hraun. Auk þess er lögð sérstök áhersla á vinnu með orðaforðanámskrá leikskólans, tákn með tali og skipulagða hreyfingu.
Lögð er sérstök áhersla á öfluga og samþætta þjónustu við þau börn sem þurfa á að halda og fjölskyldur þeirra og er skólinn í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, talmeinafræðinga og aðra sérfræðinga.

Bangsadeild

Kisudeild

Ungadeild

Kanínudeild

 

 

Stjórnendur

Svanhildur Birkisdóttir –  Leikskólastjóri

Eyrún Edvardsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Ásta Sigríður Loftsdóttir – Sérkennslustjóri og tengiliður farsældar

Rúna Sigríður Örlygsdóttir – Deildarstjóri Ungadeildar

Rakel Halldórsdóttir Malmquist – Deildarstjóri Bangsadeildar

Saga Jónsdóttir – Deildarstjóri Kisudeildar

Sylwia Baginska – Deildarstjóri Kanínudeildar

Tinna Þórarinsdóttir

Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir

Elsa Valgarðsdóttir

 

Ábendingagátt