Leikskólinn Víðivellir er fjögurra deilda skóli sem tók til starfa 28. febrúar 1977 og er fyrsti leikskólinn sem Hafnarfjarðarbær byggir og rekur. Heilbrigði og hollir lífshættir eru einkunnar orð skólans en einnig hefur skóli án aðgreiningar hefur verið eitt af sérkennum Víðivalla frá stofnun hans og er stór þáttur í uppeldismarkmiðum skólans.

Áhersla er lögð á að hvert barn fái að njóta sín sem einstaklingur. Öllum börnum er gefinn kostur á að þroskast og dafna hlið við hlið í leik og starfi óháð líkamlegu og andlegu atgervi þar sem þau læra hvert af öðru.  Einnig er lagt mikið upp úr markvissri hreyfingu sem og heilbrigðu líferni. Öll börn fara í skipulagðar íþróttir einu sinni í viku þar sem boðið er upp á alhliða æfingar auk þess sem rúmur tími er gefinn til útiveru.

Leiðarljós í starfi skólans er að öll börn tilheyri barnahópnum og séu jafningjar í skólastarfinu. Einkunnarorð skólans eru jafnrétti, virðing og vinátta.

Bangsadeild

Kisudeild

Ungadeild

Kanínudeild

 

 

Stjórnendur

Svanhildur Birkisdóttir –  Leikskólastjóri

Eyrún Edvardsdóttir – Aðstoðarleikskólastjóri

Ásta Sigríður Loftsdóttir – Sérkennslustjóri

Rúna Sigríður Örlygsdóttir – Deildarstjóri Ungadeildar

Rakel Halldórsdóttir Malmquist – Deildarstjóri Bangsadeildar

Saga Jónsdóttir – Deildarstjóri Kisudeildar

Sylwia Baginska – Deildarstjóri Kanínudeildar

Tinna Þórarinsdóttir

Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir

Elsa Valgarðsdóttir

 

Ábendingagátt