Tómstundir fyrir ungmenni með fötlun

Í Vinaskjóli geta 16–20 ára ungmenni sem eru í framhalds-skóla dvalið á daginn eftir að skóla lýkur.

​​Markmið Vinaskjóls er að styðja ungmennin til sjálfstæðis, efla vald- og sjálfs-ákvörðunar-rétt þeirra, auka félagslega færni og almenna þátttöku. Með starfinu er lögð áhersla á eflingu sjálfstrausts og sam-kenndar með öðrum, sem og skemmtilegum frítíma sem ungmennin taka þátt í að skipuleggja.

Skráning fer fram á frístundavefnum Völu eða með því að tala við ráðgjafa hjá sveitarfélaginu sem ungmennið býr í.

Opnunartími Vinaskjóls

Vinaskjól er opið alla virka daga frá 12–17. Á starfsdögum eða öðrum skertum skóladögum er Vinaskjól opið frá 8–17. Þá daga þarf að sækja um lengri viðveru á netfangið vinaskjol@hafnarfjordur.is eða í síma 565 5100.

Hverjir mega mæta?

Ungt fólk með fötlun á aldrinum 16 til 25 ára sem eiga heima í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi eða Grindavík. Áður en mætt er þarf að skrá sig.

Ábendingagátt