Tillaga á vinnslustigi, frestur til að skila inn athugasemdum til 6. ágúst áður en tillagan er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.  Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 13. júní 2024 var samþykkt að kynna tillögu á vinnslustigi samhliða kynningu umhverfismatsskýrslu.  Tillögunni var vísað til kynningar í bæjarstjórn og hafnarstjórn.  Forsendur breytinganna er að bæta hafnaraðstöðu við StraumsvÍkurhöfn.  Með stækkun hafnarinnar og nýju byggingarsvæði innan hafnarsvæðisins eykst geta Hafnarfjarðarhafna til að taka á móti fleiri skipum. Efnistaka verður að mestu úr Rauðamelsnámu en sú náma þykir heppilegust vegna hlutfalls stórgrýtis og vegna nálægðar við framkvæmdasvæðið. 

Opið fyrir athugasemdir til og með 6. ágúst

Gerðar eru eftirfarandi breytingar á aðalskipulagi:  Straumsvíkurhöfn (H4) er stækkuð og Rauðamelsnáma (E4) er stækkuð.  Umhverfismatskýrsla fór í kynningu þann 17. maí sl. og er til sýnis á vef skipulagsstofnunar. Í þessum fasa er kynnt tillaga á vinnslustigi.   Þann 29. 12 2023 öðlaðist fyrri aðalskipulagsbreyting gildi, en vegna breyttra forsendna verður fallið frá áfangaskiptingu og farið í heildarskiptingu hafnarinnar.  Þessi breyting hefur í för með sér breytta afmörkun hafnarsvæðisins og aukna efnisþörf í landfyllingu. Í skipulagslýsingu fyrir endurskoðun aðalskipulags var sérstök áhersla lögð á stefnumörkun um Straumsvíkurhöfn. Þar kom m.a. fram að í skipulagsvinnu yrði lögð fram stefnumörkun um stækkun Straumsvíkurhafnar sem snýr að valkostagreiningu, þarfagreiningu, umfangi, aðkomu og aðgengi, þróunarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi / flutningsstarfsemi og tengingum við atvinnusvæðið sunnan Reykjanesbrautar. Sú vinna er í samræmi við tillögur að markmiðum um atvinnu sem koma jafnframt fram í skipulagslýsingu endurskoðunar aðalskipulags, sem eru að Hafnarfjörður leggi áfram áherslu á fjölþætta hafnarstarfsemi sem verði miðstöð flutninga og hafnsækinnar starfsemi í Hafnarfirði og nágrenni. Hafnarfjörður hefur tekið ákvörðun um að vinna sérstaka breytingartillögu varðandi Straumsvíkurhöfnina og tengdar framkvæmdir, þar sem lögð er áhersla á að nýta þá samlegð sem felst í umfjöllun um umhverfismat stækkun hafnarinnar auk framkvæmda á vegum Carbfix.

Öll gögn má nálgast í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar 

Upptöku frá kynningarfundi þann 20. júní 2024 má nálgast hér