Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í dag urðu tímamót í sögu Bókasafns Hafnarfjarðar þegar fyrsta stafræna bókasafnsskírteinið var afhent. Þetta er jafnframt fyrst stafræna bókasafnsskírteini í almenningsbókasöfnum hér á landi. Stafrænt skírteini er hluti af stafrænni vegferð Hafnarfjarðarbæjar og tengist samstarfi sveitarfélaga í stafrænni þróun.
Bókasafn Hafnarfjarðar hefur haft náið samstarf við bókasöfnin í Kópavogi og Garðabæ síðastliðin ár og þau munu fylgja í kjölfarið og innleiða stafræn bókasafnsskírteini hjá sér á næstu mánuðum. Sprotafyrirtækið SmartSolutions þróaði lausnina. Allir sem eiga bókasafnsskírteini á plasti í dag geta uppfært í stafrænt skírteini í næstu heimsókn í bókasafnið. Þar með þarf enginn að hafa áhyggjur af því að gleyma skírteininu sínu ef viðkomandi hefur símann meðferðis. Nýjum lánþegum stendur vitaskuld strax til boða að fá afhent stafrænt skírteini. Margir hafa nú þegar sótt stafrænt ökuskírteini í símann sinn og stafrænum skírteinum mun án efa fjölga mikið á komandi árum.
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður menningar- og ferðamálanefndar, fékk fyrsta stafræna bókasafnsskírteinið afhent frá Sigrúnu Guðnadóttur forstöðumanni Bókasafns Hafnarfjarðar í morgun. Hér má sjá þær tvær með Sigurbjörgu Önnu Guðnadóttur og Þóreyju Önnu Matthíasdóttur sem einnig sitja í menningar- og ferðamálanefnd.
Í dag fór einnig nýr vefur Bókasafns Hafnarfjarðar í loftið og því tvöfalt tilefni til að fagna. Á nýjum vef er stórbætt aðgengi að upplýsingum um þjónustu bókasafnsins. Allt efni á vefnum hefur verið endurgert frá grunni og vefurinn nú aðgengilegur á fjórum tungumálum. Skólahópar geta bókað heimsóknir á vefnum og ennfremur má bóka tíma í Rabbrými til að taka upp hlaðvarpsþætti. Nýr vefur er enn ein afurðin sem byggir á Vitanum, hönnunarkerfi Hafnarfjarðarbæjar, en kerfið gerir sveitarfélaginu kleift að hraða stafrænni þróun og vinna slík verkefni á hagkvæmari og skjótari hátt en áður. Að vefnum kom starfsfólk safnsins, vefteymi bæjarins og nemendur í vefmiðlun við Háskóla Íslands. Hönnun vefsins var unnin af Metall Design Studio en forritun, uppsetning var í höndum Avista og þarfagreiningu var stýrt af Kóral.
„Við erum afskaplega ánægð með að hafa náð þessum áfanga og við erum sannfærð um að stór hluti lánþega á eftir að fagna þessari nýjung enda mikil þægindi að hafa skírteini í símanum. Á síðustu misserum höfum við kappkostað að bæta þjónustuna í safninu með ýmsum nýjungum í starfseminni en safnið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Þannig viljum við hafa það. Nýr vefur safnsins hefur einnig mikla þýðingu í bættri upplýsingagjöf og þjónustu safnsins á komandi árum“, segir Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar.
Evrópska nýtnivikan tók á sig skemmtilegan blæ á leikskólanum Norðurbergi nú í morgun þegar starfsmenn mættu í skiptiflíkum af hver…
Ása Marin er höfundur rómantísku stefnumótaskáldsögunnar Hittu mig í Hellisgerði. Jólabærinn Hafnarfjörður rammar söguna inn.
Keramik Bjarna Sigurðssonar nýtur sín oft í tímaritinu Bo Bedre. Hann hefur haldið í samböndin í Danmörku síðan hann lærði…
Í myrkri sjást gangandi og hjólandi vegfarendur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós og mikilvægi endurskinsmerkja því ótvírætt. Hafnarfjarðarbær hvetur…
Stjórn GSÍ hefur heimild til að veita heiðursviðurkenningar til einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga sem skarað hafa fram úr með…
Spjall við hina ýmsu rithöfunda og fjölþjóðlegir jólasveinar eru konfektmolar Bókasafns Hafnarfjarðar fyrir þessi jól. Hressandi viðburðir sem gaman er…
Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að setja upp stóru jólagleraugun og senda ábendingu um þau hús,…
21 starfsmaður hlaut 25 ára starfsaldursviðurkenningu á dögunum. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 525 ár. Þessum árum hefur starfsfólk…
„Við elskum að vera hér í Hafnarfirði og hlökkum mikið til að kynnast fleirum við opnun Jólaþorpsins. Já, viðtökurnar hafa…
Vel var mætt á þriðja viðburðinn í fundaröðinni, „Við erum þorpið“, í Bæjarbíó í liðinni viku þar sem Pálmar Ragnarsson,…