Starf skipulagsfulltrúa laust til umsóknar

Fréttir

Skipulagsfulltrúi stjórnar daglegri starfsemi skipulagsdeildar og sér til þess að fagleg vinnubrögð séu ráðandi í öllu starfi hennar. Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur metnað og drifkraft til að halda áfram að þróa starfið og skipulagsmál sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur til og með 9. febrúar nk.

Hafnarfjarðarbær auglýsir starf skipulagsfulltrúa laust til umsóknar. Skipulagsfulltrúi stjórnar daglegri starfsemi skipulagsdeildar og sér til þess að fagleg vinnubrögð séu ráðandi í öllu starfi hennar. Starfið felur í sér þátttöku í stefnumótun og forystu við þróun og innleiðingu nýjunga og nýrra áherslna í deildinni og að hún sé í fararbroddi hvað varðar þjónustu við notendur og sé í samræmi við ferla og reglur sem eru í gildi.

Skipulagsfulltrúi skal tryggja að starfsemin sé í samræmi við lög og reglugerðir, gildandi fjárhagsáætlun, sett markmið og ákvarðanir bæjarstjórnar og þeirra ráða og nefnda sem hafa með málaflokkinn að gera. Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur metnað og drifkraft til að halda áfram að þróa starfið og skipulagsmál sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón með skipulagsmálum í Hafnarfirði
  • Ábyrgð á að framfylgja stefnu sveitarfélagsins í málaflokkum sem heyra undir skipulagsfulltrúa
  • Útgáfa framkvæmdarleyfa
  • Framkvæmd skipulagsmála og ráðgjöf við m.a. íbúa, kjörna fulltrúa, hönnuði og verktaka um skipulagsmál
  • Undirbúningur og eftirfylgni funda nefnda sveitarfélaganna varðandi skipulagsmál
  • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði skipulagsmála
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Löggiltur skipulagsfræðingur eða sambærileg menntun og sérhæfing á sviði skipulagsmála sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
  • Meistarapróf sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála og mikil starfsreynsla af gerð skipulagsáætlana
  • Mjög mikil stjórnunarreynsla og reynsla af mannaforráðum
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu
  • Reynsla af verkefnastjórnun og utanumhald verkefna
  • Góð þekking á skipulagslögum
  • Góð tölvukunnátta og færni í helstu forritum tengdum skipulagsvinnu
  • Þjónustulund, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að miðla upplýsingum

Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar nk.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag, en skv. útgefnu starfsmati fyrir starfið. Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í síma 585-5500 eða siggih@hafnarfjordur.is

Umsóknarform á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar undir umhverfis- og skipulagssvið 

Ábendingagátt