Starf sviðsstjóra laust til umsóknar

Fréttir

Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Leitað er að öflugum leiðtoga til að stýra daglegum rekstri sviðsins og leiða áfram þau mikilvægu og fjölbreyttu verkefni sem heyra undir sviðið.

Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar. Leitað er að öflugum leiðtoga til að stýra daglegum rekstri sviðsins og leiða áfram þau mikilvægu og fjölbreyttu verkefni sem heyra undir sviðið.

Starfsemi fjölskyldu- og barnamálasviðs hefur einkennst af miklum metnaði og framþróun þar sem stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla þjónustuna og auka skilvirkni t.a.m. með aukinni stafrænni innleiðingu. Sviðið sinnir fjölþættum verkefnum og þjónustu á sviði barnaverndarmála, félagsráðgjafar og húsnæðismála, málefna fatlaðs fólks, stuðnings- og stoðþjónustu við eldri borgara, þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk, fjölmenningar og á sviði fjölskyldu- og skólaþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg stjórnun sviðsins og ábyrgð á rekstri þess og þjónustu
  • Yfirumsjón með stefnumótun í samræmi við markmið fjölskylduráðs og bæjarstjórnar
  • Yfirumsjón með eftirliti og mati á þjónustu sviðsins
  • Ábyrgð á gerð starfs- og fjárhagsáætlana fyrir sviðið og framkvæmd hennar
  • Undirbúningur mála fyrir fjölskylduráð og eftirfylgni með ákvörðunum ráðsins
  • Ábyrgð á samskiptum við opinbera aðila varðandi verkefni sviðsins
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur sviðsstjóra

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun (B.A/B.S) sem nýtist í starfi
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði reksturs eða stjórnunar
  • Víðtæk þekking og reynsla af þeim málaflokkum sem falla undir sviðið
  • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af rekstri og fjárhagsáætlanagerð
  • Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun og samningagerð
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran, ráðgjafi hjá Intellecta (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225 og Sigurður Nordal, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs,(sigurdurnordal@hafnarfjordur.is).

Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2022.

Umsókn óskast fyllt út hér og þarf henni að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Ábendingagátt