Starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs laust til umsóknar

Fréttir

Dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Kristinsdóttur í embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu frá og með 1. janúar 2021. Sigríður hefur látið af störfum hjá Hafnarfjarðarbæ og er staða sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar nú laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar. 

Dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Kristinsdóttur í embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu frá og með 1. janúar 2021.  Sigríður hefur starfað sem bæjarlögmaður Hafnarfjarðar frá árinu  2015 og sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs frá 2016 auk þess að vera staðgengill bæjarstjóra. Sigríður hefur látið af störfum hjá Hafnarfjarðarbæ og er staða sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar nú laus til umsóknar.  

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar. 

Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Hafnarfjarðarbær óskar eftir öflugum einstaklingi í starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs sem fer með forystu- og samhæfingarhlutverk í stjórnsýslu og þjónustu bæjarins.

Stjórnsýslusvið hefur yfirumsjón með þeirri þjónustu sem bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar veita íbúum sveitarfélagsins og öðrum sem til þeirra leita með vandaða málsmeðferð að leiðarljósi. Helstu verkefni stjórnsýslusviðs eru stjórnsýsla, lögfræðitengd málefni og mannauðsmál. Á stjórnsýslusviði eru eftirfarandi málaflokkar: stjórnsýsla, lögfræði, skjalavarsla, mannauðsmál og gæðastjórnun.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg stjórnun og rekstur stjórnsýslusviðs
  • Undirbúningur funda bæjarráðs og bæjarstjórnar
  • Ábyrgð á að stefnumörkun og ákvörðunum bæjarráðs og bæjarstjórnar sé fylgt eftir með upplýsingamiðlun við fagsvið bæjarins og fjárhagsheimildir
  • Ábyrgð á virkni stjórnkerfis bæjarins og yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu
  • Staðgengill bæjarstjóra í fjarveru hans

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur
  • Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, samningagerð og rekstri
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar
  • Hæfni til að miðla þekkingu, setja fram mál og upplýsingar á íslensku og ensku

Upplýsingar veita Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is


Ábendingagátt