Starf velferðarþjónustu frá 4. maí – varfær opnun

Fréttir

Í ljósi tilslakana frá og með 4. maí mun sveitarfélagið taka örugg og varfærin skref í átt að opnun velferðarþjónustu sveitarfélagsins á nýjan leik. Hér má finna upplýsingar um þær breytingar sem verða á þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara í þessum fyrsta fasa tilslakana á samkomubanni. 

Í upphafi mars var tekin ákvörðun um tímabundna lokun á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Í ljósi tilslakana frá og með 4. maí mun sveitarfélagið taka örugg og varfærin skref í átt að opnun þjónustunnar á nýjan leik. Unnið er að því núna að upplýsa alla viðeigandi aðila.

Á tímum Covid19 og yfirstandandi samkomubanns hefur öll önnur þjónusta fjölskyldu- og barnamálasviðs haldist órofin sbr. heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Ákveðin uppstokkun og aðlögun varð á þjónustunni sem mun í einhverjum tilfellum halda áfram næstu vikurnar eða þar til frekari tilslakanir hafa verið gefnar út. Heilt yfir þá gilda meðfylgjandi tilmæli áfram fyrir alla þá sem þjónustan nær til og ef upp kemur smit í hóp þá verður viðkomandi hópur settur í sóttkví.

Ekki má sækja þjónustu ef þátttakandi:

  • Er í sóttkví.
  • Er í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
  • Hefur verið í einangrun vegna COVID19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  • Er með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverki, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Félagsstarf eldri borgara, mötuneyti og heimaþjónusta 

  • Hraunsel. Opnað verður fyrir dagskrá í Hraunseli í næstu viku. Dagskrá verður auglýst til félagsmanna og er kallað eftir skráningu í hópa til uppfylla tilmæli um 20 manna hámark og 2ja metra reglu.
  • Hjallabraut og Sólvangsvegur – félagsstarf. Félagsstarf eldri borgara á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 verða ekki opnuð 4. maí
  • Hjallabraut og Sólvangsvegur – mötuneyti. Mötuneyti eldri borgara á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 verða ekki opnuð 4. maí. Heimsendur matur verður áfram í boði líka og verið hefur síðustu vikur.
  • Heimaþjónusta. Heimaþjónusta heldur áfram í óbreyttu formi. Haldið verður áfram með úthringingar og spjaldtölvuinnlit.

Skammtímadvöl 

  • Starfssemi skammtímadvalarstaða opna 4. maí en verða áfram með breyttu sniði í maí vegna Covid19. faraldurs.
  • Þjónustunotendum verður skipt upp í sóttvarnarhópa og ekki í boði að fara á milli hópa.
  • Hnotuberg. Skammtímadvölin að Hnotubergi verður opin fyrir alla í maí en með breyttu sniði. Sökum sóttvarnarhópa fá notendur úthlutað öðrum og færri dögum en gefið var út í upphafi árs
  • Einungis má mæta þá daga sem búið er að úthluta viðkomandi – ekki má mæta í aðra hópa.

Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk

  • Starfssemi vinnu- og virknitilboða opna 4. maí en verða með breyttu sniði í maí vegna Covid19. Í flestum tilvikum er um skerta þjónustu að ræða.
  • Þjónustunotendum verður skipt upp í sóttvarnarhópa og ekki í boði að fara á milli hópa.
  • Starfsemi Hæfingarstöðvar á Bæjarhrauni verður með breyttu sniði. Sökum sóttvarnarhópa fá notendur úthlutað öðrum tímum en verið hefur. Tímafjöldi í þjónustu er einnig skertur til að hægt sé að sótthreinsa á milli hópa.
  • Starfsemi Geitunga, atvinnuþjálfunar verður með breyttu sniði. Sökum sóttvarnarhópa er í einhverjum tilvikum skertur tímafjöldi í þjónustu.
  • Starfsemi Vinaskjóls, verður til að byrja með hálfan daginn og þjónustunotendum skipt upp í sóttvarnarhópa.
  • Einungis má mæta á þeim tíma sem búið er að úthluta viðkomandi – ekki má mæta í aðra hópa.

Lækurinn – athvarf

  • Starfssemi Lækjar verður skert í maí vegna Covid19. Gestum verður skipt í sóttvarnarhópa í samstarfi við forstöðumann og þeim úthlutaðir tilteknir dagar.
  • Til að fá úthlutuðum degi í athvarfinu í maí þarf að velja eina af eftirtöldum leiðum: 1) hringja í síma 585-5770, 2) senda skilaboð á Facebook síðu hópsins „Lækur athvarf Hafnarfirði“ eða 3) senda póst á athvarflaekur@gmail.com

Heimsóknir leyfðar á Sólvang og Hrafnistu

  • Heimsóknarbanni hefur verið aflétt á hjúkrunarheimilinu Sólvangi en þó með þeim skilyrðum að það er einn ættingi sem fær að heimsækja og verður að bóka fyrirfram. 
  • Á Hrafnistu í Hafnarfirði má hver íbúi fá heimsókn í eina klukkustund og þannig verður það a.m.k. fyrstu tvær vikurnar frá fyrstu afléttingu. 
  • Allrar varúðar verður áfram gætt með sprittun handa og fylgd frá útidyrum til heimilisfólks.
  • Dagdvöl á Hrafnistu og dagþjálfun í í Drafnarhúsi er opin. 

Samstarf um að viðhalda árangri!  Þakkir fyrir jákvæði og gott samstarf hingað til!

Með þessum breytingum sem nú taka gildi skiptir miklu að allir taka virkan þátt í að viðhalda þeim árangri sem hefur náðst í að stöðva kórónuveirufaraldurinn. Við þökkum ykkur jákvæðni gagnvart þeim takmörkunum sem þurfti að setja á starfið í mars og vonumst til að þessi breyting yfir í eðlilegt og hefðbundið starf sé komin til með að vera. 

Ábendingagátt