Starfakynning í Flensborg

Fréttir

Nú standa yfir vakningardagar í Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og í gær var boðið upp á starfa- og menntahlaðborð þar sem við þáðum boð um að kynna starfsemi okkar, þau störf sem hér eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum. 

Nú standa yfir vakningardagar í Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og í gær var boðið upp á starfa- og menntahlaðborð þar sem við þáðum boð um að kynna starfsemi okkar, þau störf sem hér eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum. 

Fjölmargir nemendur sóttu sérstaka kynningu og komu við á kynningarbás Hafnarfjarðarbæjar og kynntu sér meðal annars sumarstörf sem verða auglýst á næstu dögum og Ragna Rut Magnúsdóttir hefur umsjón með. Skólinn hefur verið skreyttur hátt og lágt í anda Disney kvikmynda og gleðin skein úr andlitum nemenda enda árshátíð framundan. Árni Stefán Guðjónsson, grunnskólakennari, kynnti störf í grunnskóla en hann kennir samfélagsfræði og lífsleikni á unglingastigi í Öldutúnsskóla. Hrund Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, og Ásgerður Kristjánsdóttir, þroskaþjálfi, kynntu fjölbreytt störf á leikskóla en þær starfa á leikskólanum Álfasteini. Þórdís Rúriksdóttir, þroskaþjálfi, kynnti starfsvettvang þroskaþjálfa sem vinna með fötluðu fólki á hinum ýmsu stöðum í samfélaginu. Þórdís starfar í Vinaskjóli frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni og við atvinnuþjálfun fyrir fólk með fatlanir sem hefur útskrifast af starfsbraut sem kallast Geitingarnir. Andri Ómarsson, verkefnastjóri, kynnti störf við almenna stjórnsýslu í ráðhúsinu en hann sinnir meðal annars skipulagningu á menningarviðburðum og ýmsum þróunar- og umbótaverkefnum tengdum mannauðsmálum. Olof Lara Agustsdottir, félagsráðgjafi, kynnti starf sitt hjá fjölskylduþjónustunni við að veita fjölskyldum og einstaklingum ráðgjöf og stuðning. 

Við þökkum Flensborgarskólanum og Markaðsstofa Hafnarfjarðar fyrir að skapa þennan flotta vettvang til kynninga!

Ábendingagátt