Starfsfólk bæjarins keppir í golfi

Fréttir

Golfmót starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar var haldið í frábæru golfveðri, fimmtudaginn 8. ágúst. Hátt í 70 starfsmenn frá fjölbreyttum starfsstöðvum sveitarfélagsins skráðu sig til leiks og léku á alls oddi. Þegar allir leikmenn höfðu lokið leik var boðið til veglegrar verðlaunahátíðar og matarveislu í golfskála Keilis.

Golfmót starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar var haldið í frábæru golfveðri, fimmtudaginn 8. ágúst.  Hátt í 70 starfsmenn frá fjölbreyttum starfsstöðvum sveitarfélagsins skráðu sig til leiks og léku á alls oddi. Um var að ræða hefðbundið punktamót með forgjöf og höggleik án forgjafar til golfmeistara. Veitt voru nándarverðlaun á 4., 6., 12. og 17. braut Hvaleyrarvallar og á 1. og 9. braut Sveinskotsvallar. Þegar allir leikmenn höfðu lokið leik var boðið til veglegrar verðlaunahátíðar og matarveislu í golfskála Keilis. Úrslit golfmóts voru sem hér segir:

Sveinskotsvöllur – höggleikur

  1. Kolbrún Sigþórsdóttir 41 högg

  2. Tinna Dahl Christiansen 43 högg

  3. Birna Dís Bjarnadóttir 45 högg

Sigurvegarar á Sveinskotsvelli – höggleikur

Hvaleyrarvöllur – punktakeppni m/forgjöf

  1. Guðmundur Ragnar Ólafsson 38 punktum

  2. Halla Sigurgeirsdóttir 38 punktum

  3. Halldór Ásgrímur Ingólfsson 37 punktum

Sigurvegarar á Hvaleyrarvelli – punktakeppni m/forgjöf

Hvaleyrarvöllur – höggleikur

  1. Halldór Ásgrímur Ingólfsson 74 högg

Nándarverðlaun á par 3 holum á Hvaleyrarvelli

  • Hola 4 – Benedikt Guðbjartsson 5,10 m.

  • Hola 6 – Halldór Ásgrímur Ingólfsson 6,32 m

  • Hola 12 – Örn Geirsson 4,65 m

  • Hola 17 – Guðmundur Ragnar Ólafsson 0,55 m

Nándarverðlaun á Sveinskotsvelli

  • Hola 9 – Guðrún Jónsdóttir 7,13 m

Í undirbúningnefnd í ár voru þau Guðmundur Ragnar ÓlafssonLúðvík Geirsson og Helena Guðmundsdóttir. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir mótið 2025 sem verður haldið á sama tíma um miðjan ágúst.

Mótsnefndin

Golfmót starfsfólks er komið til að vera og stór hópur er þegar farinn að hlakka til mótsins að ári og leggja upp æfingar fyrir veturinn. Ekki skemmir fyrir að Hafnarfjörður hefur á að skipa einum af flottustu golfvöllum landsins.

Hamingjuóskir til sigurvegaranna í ár og þakkir til hópsins í heild fyrir frábært mót! 

Ábendingagátt