Starfsfólk fær reiðhjól til reynslu

Fréttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti nýlega að kaupa fjögur rafmagnshjól og lána þau til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar til reynslu. Þetta heilsueflandi verkefni hefur þann megintilgang að kynna rafhjól sem hentugan ferðamáta í þeirri von að fleiri og í raun sem flestir fari að nýta sér þennan samgöngumáta.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti nýlega að kaupa fjögur rafmagnshjól og lána þau til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar til reynslu. Þetta heilsueflandi verkefni hefur þann megintilgang að kynna rafhjól sem hentugan ferðamáta í þeirri von að fleiri og í raun sem flestir fari að nýta sér þennan samgöngumáta.

Síðustu árin hefur sveitarfélagið stóraukið þjónustu sína í snjómokstri og mun leggja áherslu á það í vetur að halda helstu göngu- og hjólaleiðum opnum sem lið í þessari heilsueflandi vegferð sveitarfélagsins og greiða þannig götu þeirra sem þegar hafa og vilja gera hjólreiðar að sínu samgöngutæki allt árið um kring. Þannig ætti hjólreiðafólk með tiltölulega auðveldum hætti að geta komið sér á milli staða innanbæjar auk þess að sækja vinnu og/eða þjónustu á hjóli til annarra sveitarfélaga. 

Kynning á verkefni gagnvart starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar stendur nú yfir og eiga allir jafna möguleika á að fá hjóli úthlutað. Prufutími hvers hjóls er um mánuður. 

Ábendingagátt