Starfsfólk bæjarins keppir í golfi

Fréttir

Árlegt golfmót starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar og bæjarfulltrúa var haldið í mildu og góðu veðri á Golfklúbbnum Keili um miðjan ágúst. Hátt í 90 starfsmenn frá fjölbreyttum starfsstöðvum sveitarfélagsins auk bæjarfulltrúa skráðu sig til leiks og léku á alls oddi. 

Árlegt golfmót starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar og bæjarfulltrúa var haldið í mildu og góðu veðri á Golfklúbbnum Keili um miðjan ágúst. Hátt í 90 starfsmenn frá fjölbreyttum starfsstöðvum sveitarfélagsins auk bæjarfulltrúa skráðu sig til leiks og léku á alls oddi. Mótið er hefðbundið punktamót með forgjöf og höggleik án forgjafar til golfmeistara. Keppt var bæði á 18 holu Hvaleyrarvelli og 9 holu Sveinskotsvelli og voru byrjendur jafnt sem einlægir aðdáendur íþróttarinnar hvattir til að vera með. Veitt voru nándarverðlaun á öllum fjórum par þrjú brautum Hvaleyrarvallar og 1. og 9. braut Sveinskotsvallar auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir mesta vallarnýtingu í ljósi fjölda högga.

20220811_182748

Úrslit golfmóts voru sem hér segir:

Sveinskotsvöllur

  1. Valgerður Sveinbjörnsdóttir 43 högg
  2. Margrét Brynhildur Gunnarsdóttir 46 högg
  3.  Símon Birgisson 47 högg

Hvaleyrarvöllur – höggleikur

  1. Halldór Ingólfsson 76 högg
  2. Lúðvík Geirsson 76 högg
  3. Bragi Magnús Reynisson 89 högg

20220811_182619

Halldór Ingólfsson sigraði Lúðvík Geirsson á annarri holu í bráðabana um 1. sætið á Hvaleyrarvelli

Hvaleyrarvöllur – punktakeppni

  1. Hilmar Heiðar Lundevik 41 punktar
  2. Lúðvík Geirsson 40 punktar
  3. Margrét Sigurbjörnsdóttir 38 punktar

Veitt voru nándarverðlaun á par 3 holum á Hvaleyrarvelli

  • Hola 4 – Lúðvík Geirsson, 3,78 m
  • Hola 6 – Sigurður Ben Guðmundsson 0,38 m
  • Hola 10 – Lúðvík Geirsson 0,32 m
  • Hola 15 – Bragi Magnús Reynisson 1,81 m

Veitt voru nándarverðlaun á par 3 holum á Sveinskotsvelli

  • Hola 1 – Nanna Lára Magnúsdóttir 3,57 m
  • Hola 9 – Erla Rós Heiðarsdóttir 4,4 m

Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og væntingum þetta árið og var mótið í ár það fjölmennasta frá upphafi. Hvort það segir til um vaxandi áhuga golfíþróttarinnar eða aukna færni starfsfólks og áhuga verða aðrir að meta. Golfmót starfsfólks er komið til að vera og stór hópur þegar farinn að hlakka til mótsins að ári og leggja upp æfingar fyrir veturinn. Ekki skemmir fyrir að Hafnarfjörður hefur á að skipa einum af flottustu golfvöllum landsins. 

Hamningjuóskir til sigurvegaranna í ár og þakkir til hópsins í heild fyrir frábært mót! 

Ábendingagátt