Stefnt á gjaldtöku við Seltún 1. júlí

Tilkynningar

Stefnt á að gjaldtaka hefjist við Seltún 1. júlí. Gjaldið verður 750 krónur fyrir fólksbíla og 1500 krónur fyrir hópferðabíla.

Gjaldtaka hefst við Seltún

Gjaldtaka á bílastæðum við Seltún í Krýsuvík tefst og er nú stefnt er að því að hún hefjist 1. júlí. Seltún er óviðjafnanleg náttúruperla í landi Hafnarfjarðar. Kosta mun 750 krónur fyrir fólksbíla og 1500 krónur fyrir rútur þegar gjaldtaka hefst. Fjármunirnir verða nýttir til að styrkja svæðið, viðhalda og vernda. 

Seltún er ein fegursta náttúruperla landsins. Það er virkt sprengigíga- og borholusvæði. Þar eru gönguleiðir og malarstígar. Fjölbreytt litadýrð náttúrunnar á hverasvæðinu við Seltún heillar marga.  

Viðhald á stígum og uppbygging gönguleiða á þessum vinsæla ferðamannastað er forgangsatriði Hafnarfjarðarbæjar. Þar er einnig salernisaðstaða á sumrin. 

  • Skiptir máli hve lengi stoppað er? Eftir 3 mínútur verður tekið gjald og gjaldið dugir þangað til að farið er af svæðinu. 
  • Hvernig fer gjaldtakan fram? Hægt verður að greiða í appi og/eða sjóðvél sem verður á staðnum. Fyrirkomulagið er það sama og meðal annars á Þingvöllum. 
Ábendingagátt