Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Te & Kaffi þykir góð fyrirmynd fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. Umhverfismál og ásýnd eru fyrirtækinu mjög hugleikin og bera framleiðslustaður, kaffihús og vörur vott um það stílhreina yfirbragð sem haft er að leiðarljósi í rekstrinum. Fyrirtækið fékk á dögunum viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir snyrtileika.
Fjölskyldufyrirtækið Te & Kaffi byrjaði sem lítil verslun með kaffi og te árið 1984 og er nú ört stækkandi fyrirtæki með um 200 manns í vinnu við framleiðslu, markaðssetningu og sölu. Fyrirtækið hefur til fjölda ára verið með framleiðslu sína og vöruhús við Stapahraun í Hafnarfirði og ætti öllum þeim sem leið eiga um svæðið að vera nokkuð ljóst að umhverfismál og ásýnd eru fyrirtækinu mjög hugleikin. Þessi hugsun endurspeglast þvert í gegnum fyrirtækið enda bera kaffihús og framleiðsluvörur Te & Kaffi vott um það stílhreina og fallega yfirbragð sem starfsmenn og stjórnendur vilja að haft sé að leiðarljósi í öllum rekstrinum. „Við leggjum áherslu á stílhreint og fallegt yfirbragð í öllum okkar verkefnum, aðgerðum og framkvæmdum. Í umsvifamiklum rekstri okkur þá höfum við lagt ofuráherslu á góða umgengni og flokkun á sorpi og öðrum úrgangi. Iðnaðarhverfum fylgir því miður oft slæm umgengni og hugsunin oft sú að eðli starfseminnar sé einfaldlega þannig að ekki sé hægt að hafa hreint og fínt í kringum sig. Þessu erum við ekki sammála. Allir sem vilja hafa fínt í kringum sig geta haft fínt í kringum sig og það óháð eðli starfseminnar“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi. Fyrirtækið hefur í umhverfisstefnu sinni lagt drög að innleiðingu á ISO 14001 umhverfisstjórnarstaðli á kaffihúsum og í framleiðsludeildum og unnið að sífellt viðameiri flokkun sorps í öllum deildum og kaffihúsum. Eitt verkefna snýr beint að snyrtileika umhverfis reksturs á Stapahrauni þar sem sorpflokkun hefur verið aukin ásamt því að trjám hefur verið plantað og svæði, sem fólk nýtti áður til losunar á rusli og bílhræjum, þökulagt. „Við teljum það samfélagslega skyldu okkar að huga vel að umhverfismálum og viðbrögðin sem við höfum fengið hvetja okkur áfram til enn stærri aðgerða á þessu sviði. Við erum afskaplega stolt af viðurkenningu sem Hafnarfjarðarbær veitti fyrirtækinu á dögunum um snyrtilegt umhverfi á athafnasvæði og fögnum því að eftir framlagi okkar sé tekið. En verkefnið um hreinsun Stapahrauns lýkur þó ekki nema með sameiginlegu átaki allra þeirra fyrirtækja sem eru með starfssemi í götunni ásamt dyggum stuðningi bæjaryfirvalda“ segir Guðmundur að lokum.
Viðtal við Guðmund Halldórsson birtist í Fjarðarfréttum fimmtudaginn 15. september 2016.
Fyrirtækin Héðinn, Krónan, Te & kaffi þykja góðar fyrirmyndir fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. Þau fengu á dögunum viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir snyrtileika. Með þessum viðurkenningum vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því að beina athyglinni að þeim sem til fyrirmyndar teljast og ættu þannig að vera öðrum hvatning til framkvæmda.
Dagana 15. – 30. september stendur hafnfirskum fyrirtækjum til boða að skila timbri og járni í þar til gerða gáma á þremur stöðum í Hafnarfirði. Með þessu vill Hafnarfjarðarbær færa þjónustuna nær fyrirtækjunum og hvetja þannig fleiri til þátttöku í því að gera iðnaðarhverfin í Hafnarfirði snyrtilegri. Hrein ásýnd hefur áhrif á upplifun og viðskipti og beint framlag allra fyrirtækja skiptir miklu máli fyrir ásýnd atvinnu- og iðnaðarhverfa í Hafnarfirði.
Sjá kort með staðsetningu gáma hér
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…