Stjórn Minningarsjóðs Helgu og Bjarna úthlutar styrkjum úr styrktarsjóði

Fréttir

Þrjú verkefni hlutu styrk úr Minningarsjóð Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Hásölum á afmælisdegi Bjarna Snæbjörnssonar læknis 8. mars.

Þrjú verkefni hlutu styrk úr Minningarsjóð Helgu og Bjarna við hátíðlega athöfn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Hásölum á afmælisdegi Bjarna Snæbjörnssonar læknis 8. mars.

Húsið – Ungmennahús fékk tvo styrki, Ísjakarnir sem er hópastarf með það að markmiði að tengja ungmenni af erlendum uppruna inn í samfélagið fékk 150 þúsund og Stuðboltarnir hópur ungmenna með fatlanir fékk 95 þúsund vegna ævintýraferðar. Inga Björk Ingadóttir fékk fimmhundruð þúsund krónur til uppbyggingar á Músíkmeðferðarstöðinni Hljómu Austurgötu 38 .

Magnús Snæbjörnsson, afhenti styrkina fyrir hönd stjórnar Minningarsjóðsins, en Magnús skipar stjórn sjóðsins ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni og Rósu Guðbjartsdóttur.

Minningarsjóður Helgu og Bjarna hefur starfað frá árinu 2006 og er hlutverk sjóðsins að styðja við og efla einstaklinga, fyrirtæki eða opinbera aðila í Hafnarfirði sem veita börnum, sem glíma við hvers konar erfiðleika, þjónustu og aðstoð. Frá stofnun sjóðsins hafa 24 verkefni fengið styrkveitingar.

Er það von fjölskyldu Helgu og Bjarna að styrkirnir verði til að efla enn frekar það góða og gefandi starf styrkþega með hafnfirskri æsku. 

Ábendingagátt