Stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar funda og fræðast

Fréttir

Árlega eru haldnir þrír stjórnendadagar fyrir alla stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar sem starfa á þeim 73 starfsstöðvum sem heyra undir hatt sveitarfélagsins. Til haustfundar 2023 mættu rétt um 120 stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar sem hlýddu á fjölbreytt erindi og tóku virkan þátt í vinnustofu um mótun og mörkun á nýjum stjórnendaskóla hjá Hafnarfjarðarbæ.

Stjórnunarskóli Hafnarfjarðarbæjar í mótun – líf og störf stjórnandans

Árlega eru haldnir þrír stjórnendadagar fyrir alla stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar sem starfa á þeim 73 starfsstöðvum sem heyra undir hatt sveitarfélagsins. Að hausti er heill dagur og svo fyrri hluta árs eru tveir hálfir dagar. Þjónusta þessara 73 starfsstöðva sveitarfélagsins er ólík og fjölbreytt en þættir eins og meðal annars rekstur, mannauðsmál og stjórnun sameiginleg og mikilvægt að eiga vettvang þar sem hópurinn getur rætt og speglað verkefni sín og helstu áskoranir.  Til haustfundar 2023 mættu rétt um 120 stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar sem hlýddu á fjölbreytt erindi og tóku virkan þátt í vinnustofu um mótun og mörkun á nýjum stjórnendaskóla hjá Hafnarfjarðarbæ. Fundarstýring var í höndum Sunnu Magnúsdóttur sem nýverið tók við stöðu verkefnastjóra menningar- og ferðamála hjá Hafnarfjarðarbæ.

Stjórnendaskóli, teymisvinna, leiðtogafærni, tilfinningagreind og áhrif hugarfars

Erindi stjórnendafundar Hafnarfjarðarbæjar snertu og tóku á ýmsum málaflokkum. Sigurður Nordal, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra, setti fundinn með vel völdum orðum um mikilvægi og virði stjórnendahópsins. Fyrri hluti dagsins fór í umræðu um fyrirhugaðan stjórnendaskóla hjá bænum sem til stendur að opna frá og með áramótum 2024. Þar átti sér stað markviss þarfagreining þar sem stjórnendur fengu tækifæri til að koma hugmyndum sínum um fræðslu og kennslu innan skólans á framfæri og ræða helstu áskoranir stjórnenda á fjölbreyttu sviði. Í því samhengi voru ræddar helstu áskoranir stjórnenda í tengslum við starfsumhverfið, farsæla vinnustaðinn, vinnustaðamenningu, breytingastjórnun, fjölmenningu, mannauðsmál, ráðningar, starfslok, krefjandi starfsmannamál, fjármál og opinbera stjórnsýslu. Seinni hluti dagsins innihélt áhugaverð erindi fagaðila um tilfinningagreind, hugarfar, leiðtogafærni og uppskrift að árangursríku teymi.

Ábendingagátt