Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í Hafnarfirði er lögð áhersla á vellíðan íbúa og að skapa núverandi og komandi kynslóðum tækifæri til góðs og innihaldsríks lífs. Fólkið er í fyrsta sæti í Hafnarfirði, hvar sem það er á lífsleiðinni.
Hafnarfjörður er sjálfbært samfélag sem býður upp á virkan og heilbrigðan lífsstíl í fallegri byggð og óspilltri náttúru. Í Hafnarfirði er borin virðing fyrir einstaklingnum og framlagi hvers og eins til þess að efla og bæta samfélagið. Sérstök áhersla er á að sérhvert barn í Hafnarfirði njóti öryggis og eigi kost á að þroska hæfileika sína.
Í Hafnarfirði er lögð rækt við bæjarbrag, sögulega arfleifð og einstakt umhverfi. Fólk sækir verslun og þjónustu í Hafnarfjörð víða að og í bænum er fjölbreyttur atvinnurekstur minni og stærri fyrirtækja. Sífellt er leitast við að mæta ólíkum kröfum fjölbreytilegs samfélags.
Heildarstefna Hafnarfjarðar er byggð upp í kringum níu meginmarkmið. Hvert og eitt þeirra á að stuðla að langtímaumbótum, jákvæðum breytingum til þess að framtíðarsýn stefnunnar verði að veruleika. Meginmarkmiðin eru tengd heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem ásamt meginmarkmiðum marka grunn fyrir val á áherslum í sértækum málum til 2-3ja ára í senn.
Hafnarfjörður er fjölskyldu- og barnvænt samfélag þar sem velsæld íbúa nýtur forgangs. Góð líðan byggir á heilbrigðu umhverfi, jafnrétti, sjálfstæði, forvörnum og uppbyggilegu líferni allra aldurshópa. Íbúar eiga að njóta tækifæra til þess að þroska sig og rækta andlega og félagslega heilsu.
Íbúar hafa fjölbreytt tækifæri til að stunda útivist, heilsueflingu og hreyfingu ásamt því að taka þátt í ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í íþróttum stendur öllum börnum til boða. Njóta má umhverfis og náttúru innan byggðar og í ósnortinni náttúru.
Nýjar hugmyndir og þróun fjölbreytts atvinnulífs stuðlar að lifandi samfélagi og auknum atvinnutækifærum. Góðar aðstæður eru fyrir fyrirtæki til vaxtar og framþróunar. Einkenni bæjarins eru iðnaður, verslun og þjónusta auk nýsköpunar, hönnunar og handverks.
Fjölbreytt byggð tengir saman gamla og nýja tíma í Hafnarfirði. Þess er gætt að varðveita sögulega byggð, vistkerfi, náttúru og græn svæði. Ólík hverfi mynda eitt sterkt samfélag þar sem allir standa jafnfætis í húsnæði við hæfi.
Íbúar nýta orku og auðlindir á sjálfbæran hátt og hafa tækifæri til þess að tileinka sér vistvænan lífsstíl. Lögð er áhersla á lágmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda, virkt hringrásarhagkerfi og vistvænar samgöngur. Íbúar geta sótt sér verslun og þjónustu innan hverfa.
Menningarstarf er undirstaða blómlegs mannlífs og aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda gesti. Með stuðningi við metnaðarfullt listalíf styrkjum við Hafnarfjörð sem menningarlegt samfélag og aukum lífsgæði bæjarbúa.
Í skólastarfi er lögð áhersla á vellíðan, félagslegt öryggi og sjálfstæði. Borin er virðing fyrir ólíkum lífsháttum og fjölbreytni. Hvetjandi aðstæður til náms styðja við frumkvæði, samvinnu og sköpun. Nemendur þróa hæfileika sína á eigin forsendum og njóta stuðnings til að þroskast og dafna.
Íbúar eru virkir þátttakendur í að móta umhverfi sitt og koma á umbótum í nærumhverfi sínu. Íbúum er gert fært að koma sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri og stuðla þannig að meiri sátt um mál og málefni.
Þjónusta Hafnarfjarðarbæjar er veitt eins nálægt íbúum og kostur er. Þjónustuferlar eru hannaðir með notendur í huga. Leitast er við að einfalda þjónustu, gera hana skilvirka fyrir alla íbúa og leysa mál í fyrstu snertingu þar sem því má koma við.
Var efnið hjálplegt?