Heildarstefna Hafnarfjarðar til ársins 2035

Mynd af lífinu í Hafnarfirði

Fólkið og framtíðarsýn til 2035

Í Hafnarfirði er lögð áhersla á vellíðan íbúa og að skapa núverandi og komandi kynslóðum tækifæri til góðs og innihaldsríks lífs. Fólkið er í fyrsta sæti í Hafnarfirði, hvar sem það er á lífsleiðinni.

Hafnarfjörður er sjálfbært samfélag sem býður upp á virkan og heilbrigðan lífsstíl í fallegri byggð og óspilltri náttúru. Í Hafnarfirði er borin virðing fyrir einstaklingnum og framlagi hvers og eins til þess að efla og bæta samfélagið. Sérstök áhersla er á að sérhvert barn í Hafnarfirði njóti öryggis og eigi kost á að þroska hæfileika sína.

Í Hafnarfirði er lögð rækt við bæjarbrag, sögulega arfleifð og einstakt umhverfi. Fólk sækir verslun og þjónustu í Hafnarfjörð víða að og í bænum er fjölbreyttur atvinnurekstur minni og stærri fyrirtækja. Sífellt er leitast við að mæta ólíkum kröfum fjölbreytilegs samfélags.

Fólkið og framtíðarsýns

Heildarstefna Hafnarfjarðar til ársins 2035

Heildarstefna Hafnarfjarðar er byggð upp í kringum níu meginmarkmið. Hvert og eitt þeirra á að stuðla að langtímaumbótum, jákvæðum breytingum til þess að framtíðarsýn stefnunnar verði að veruleika. Meginmarkmiðin eru tengd heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem ásamt meginmarkmiðum marka grunn fyrir val á áherslum í sértækum málum til 2-3ja ára í senn.

Meginmarkmið Hafnarfjarðar

  1. Vellíðan íbúa

    Hafnarfjörður er fjölskyldu- og barnvænt samfélag þar sem velsæld íbúa nýtur forgangs. Góð líðan byggir á heilbrigðu umhverfi, jafnrétti, sjálfstæði, forvörnum og uppbyggilegu líferni allra aldurshópa. Íbúar eiga að njóta tækifæra til þess að þroska sig og rækta andlega og félagslega heilsu.

    Áherslur 2022 – 2025

    • Skilgreina Hafnarfjörð sem barnvænt sveitarfélag þar sem viðmið Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru notuð í þjónustu við börn og ungmenni
    • Efla fjölbreyttar forvarnir til að stuðla að vellíðan íbúa á öllum aldri.
    • Jafna stöðu ólíkra hópa innan bæjarfélagsins.
    • Hlúa að andlegri líðan og velferð eldri borgara.
    • Tryggja, í samstarfi við ríkið, gott aðgengi allra íbúa að heilsugæslu innan bæjarins.

     

     

  2. Hreyfing og heilsa

    Íbúar hafa fjölbreytt tækifæri til að stunda útivist, heilsueflingu og hreyfingu ásamt því að taka þátt í ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarfi. Þátttaka í íþróttum stendur öllum börnum til boða. Njóta má umhverfis og náttúru innan byggðar og í ósnortinni náttúru.

    Áherslur 2022 – 2025

    • Efla heilsu barna og ungmenna með fjölbreyttu íþrótta-og tómstundastarfi innan bæjarins.
    • Styrkja enn frekar Hafnarfjörð sem íþróttabæ.
    • Stuðla að því að græn svæði og strandlengjan verði nýtt sem útivistarsvæði og auka aðgengi að útivistarperlum.
    •  Gera íbúum á öllum aldri kleift að stunda hreyfingu og heilsusamlega útivist.
    •  Auka heilsutengt forvarnarstarf fyrir íbúa á öllum aldri.

     

     

  3. Blómlegt atvinnulíf

    Nýjar hugmyndir og þróun fjölbreytts atvinnulífs stuðlar að lifandi samfélagi og auknum atvinnutækifærum. Góðar aðstæður eru fyrir fyrirtæki til vaxtar og framþróunar. Einkenni bæjarins eru iðnaður, verslun og þjónusta auk nýsköpunar, hönnunar og handverks.

    Áherslur 2022 – 2025

    • Styðja við nýsköpun og skapa forsendur fyrir fyrirtæki til þess að vaxa.
    • Efla umhverfi og aðstöðu fyrir fjölbreytt fyrirtæki innan Hafnarfjarðarbæjar.
    • Fjölga atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk.
    • Efla sérstöðu verslunar og þjónustu innan bæjarins.

     

  4. Lifandi byggð

    Fjölbreytt byggð tengir saman gamla og nýja tíma í Hafnarfirði. Þess er gætt að varðveita sögulega byggð, vistkerfi, náttúru og græn svæði. Ólík hverfi mynda eitt sterkt samfélag þar sem allir standa jafnfætis í húsnæði við hæfi.

    Áherslur 2022 – 2025

    • Fjölbreytilegt og öruggt húsnæði mæti ólíkum þörfum og óskum íbúa um búsetu.
    • Efla gildi og sýnileika sögulegra hefða, sérstöðu og sérkenna hverfa.
    • Vernda nærumhverfi og stuðla að endurheimt og jafnvægi í vistkerfi Hafnarfjarðar.
    • Vakta náttúru, auðlindir og menningarminjar með skipulögðum hætti.
    • Hlúa að áframhaldandi uppbyggingu og sérstöðu miðbæjarins og hafnarsvæðisins sem hjarta samfélagsins í Hafnarfirði.

     

  5. Vistvænt samfélag

    Íbúar nýta orku og auðlindir á sjálfbæran hátt og hafa tækifæri til þess að tileinka sér vistvænan lífsstíl. Lögð er áhersla á lágmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda, virkt hringrásarhagkerfi og vistvænar samgöngur. Íbúar geta sótt sér verslun og þjónustu innan hverfa.

    Áherslur 2022 – 2025

    • Hvetja fyrirtæki til þess að leggja áherslu á sjálfbæra þróun í starfsemi sinni og miðla á gagnsæjan hátt upplýsingum um sjálfbærni.
    • Stuðla að auknu valfrelsi íbúa í samgöngum.
    • Styðja við endurvinnslu og flokkun sorps.
    • Stuðla að því að sjálfbær orka sé aðgengileg og vinna að betri orkunýtingu hjá stofnunum og fyrirtækjum bæjarins.
    • Hvetja til umhverfisvænna byggingarmáta.

     

     

  6. Öflugt menningarlíf

    Menningarstarf er undirstaða blómlegs mannlífs og aðdráttarafl fyrir innlenda og erlenda gesti. Með stuðningi við metnaðarfullt listalíf styrkjum við Hafnarfjörð sem menningarlegt samfélag og aukum lífsgæði bæjarbúa.

    Áherslur 2022 – 2025

    • Styrkja og efla nærþjónustu innan hverfa.
    • Stuðla að því að fjölbreytileiki samfélagsins endurspeglist í öflugu menningarlífi.
    • Fjölga tækifærum allra aldurshópa til menningarlegrar þátttöku.
    • Tæknivæða og bæta aðgengi að menningarstofnunum bæjarins.
    • Efla bæinn sem viðkomustað allan ársins hring.
    • Vinna að markvissri uppbyggingu á ferðamannastöðum og kynningarmálum í samstarfi við nágrannasveitarfélög.

     

  7. Menntun fyrir alla

    Í skólastarfi er lögð áhersla á vellíðan, félagslegt öryggi og sjálfstæði. Borin er virðing fyrir ólíkum lífsháttum og fjölbreytni. Hvetjandi aðstæður til náms styðja við frumkvæði, samvinnu og sköpun. Nemendur þróa hæfileika sína á eigin forsendum og njóta stuðnings til að þroskast og dafna.

    Áherslur 2022 – 2025

    • Bjóða upp á úrræði sem koma til móts við fjölbreyttar þarfir barna.
    • Virkja sköpunarkraft starfsfólks og nemenda
    • Virða ólíka lífshætti og skoðanir með því að efla fagþekkingu, aðlögunarhæfni og sveigjanleika.
    • Leggja áherslu á jákvætt viðmót í öllu skólastarfi, efla sjálfsmynd og sjálfstæða hugsun barna með stuðningi og jákvæðum skólabrag.
    • Efla forvarnir og geðrækt í skólastarfi.
    • Valdefla nemendur og styrkja í félagsfærni og samskiptum.
    • Auka þátttöku, ábyrgð og sjálfstæði nemenda á eigin námi og námsmati.
    • Aukin teymisvinna og samstarf í öllu skólasamfélaginu til

  8. Markviss þáttaka

    Íbúar eru virkir þátttakendur í að móta umhverfi sitt og koma á umbótum í nærumhverfi sínu. Íbúum er gert fært að koma sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri og stuðla þannig að meiri sátt um mál og málefni.

    Áherslur 2022 – 2025

    • Stuðla að lýðræðislegri þátttöku allra.
    • Hvetja til frjórrar umræðu og tryggja að ábendingar bæjarbúa komist í farveg.

     

  9. Skilvirk þjónusta

    Þjónusta Hafnarfjarðarbæjar er veitt eins nálægt íbúum og kostur er. Þjónustuferlar eru hannaðir með notendur í huga. Leitast er við að einfalda þjónustu, gera hana skilvirka fyrir alla íbúa og leysa mál í fyrstu snertingu þar sem því má koma við.

    Áherslur 2022 – 2025

    • Auka skilvirkni í móttöku, afgreiðslu og vinnslu umsókna með sjálfsafgreiðslu, rafrænum leiðum og skýrum ferlum.
    • Tryggja skilvirka upplýsingagjöf og laga hana að ólíkri stöðu fólks.
    • Efla þverfagleg þróunarverkefni á milli sviða og á meðal stofnana bæjarins.