Stöðugjöld á gámum

Fréttir

Nú þurfa lóðarhafa með gáma á lóðum sínum að sækja um stöðuleyfi fyrir gámana. Greitt er fyrir eitt ár í einu. Þeir sem greiða fyrir 15. maí fá 10% afslátt af gjaldi.

Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að taka upp það verklag að innheimta stöðugjöld á gámum, samkvæmt  2.6.1. gr byggingingarreglugerðar nr.112/2012 og reglum um stöðuleyfi sem samþykktar voru í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 20. janúar 2016. Gjaldið er til eins árs í senn og er fyrsta gjaldtímabilið frá 1. maí 2016 – 30. apríl 2017.

Eitt gjald fyrir allar stærðir af gámum

Ákveðið hefur verið að innheimt verði eitt gjald fyrir allar stærðir af gámum og er það breyting frá því sem áður hefur komið fram. Samkvæmt gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Hafnarfirði frá  4. janúar 2016 verður gjaldið kr. 31. 780.- Þeir lóðarhafar sem eru með gáma á lóðum sínum þurfa að sækja um stöðuleyfi og fá þeir, sem sækja um fyrir 15. maí 2016, 10% afslátt á gjöldum. Fullt gjald verður innheimt af öllum leyfisskyldum gámum eftir 15. maí 2016. Þetta á við um alla lóðarhafa bæði atvinnuhúsnæðis/iðnaðar/íbúðarhúsnæðis, nema þá lóðarhafa sem eru með skilgreint gámasvæði samkvæmt skipulagi. Athygli skal vakin á reglugerð um staðsetningu á gámum og stærðir – reglugerð má sjá hér

Gjaldið er innheimt fyrir gáma sem standa meira en 2 mánuði í senn.

Ábendingagátt