Stofnframlag til Brynju til kaupa á 10 íbúðum

Fréttir

Brynja, Hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, og Hafnarfjarðarbær hafa undirritað samning um stofnframlag til kaupa á íbúðum í Hafnarfirði. Samningurinn gildir um kaup á allt að tíu almennum íbúðum. Stofnvirði kaupáætlunar Brynju nemur alls 562 milljónum króna og nemur stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar ríflega 67 milljónum króna. Hlutverk Brynju er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja.

Brynja og Hafnarfjarðarbær undirrita samning um íbúðir í
Hafnarfirði

 

Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, og
Hafnarfjarðarbær hafa undirritað samning um stofnframlag til kaupa á íbúðum í
Hafnarfirði. Samningurinn gildir um kaup á allt að tíu almennum íbúðum.
Stofnvirði kaupáætlunar Brynju nemur alls 562 milljónum króna og nemur stofnframlag
Hafnarfjarðarbæjar ríflega 67 milljónum króna.

IMG_4096Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju, undirrituðu samninginn.

Brynja á og rekur íbúðir fyrir öryrkja

Hlutverk Brynju er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja.
Almennum íbúðum Brynju er úthlutað til leigjenda sem eru undir skilgreindum
tekju- og eignarmörkum og er farið eftir því hversu lengi viðkomandi aðili
hefur verið á biðlista eftir íbúð.

Sjá lið 8 í fundargerð bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 4. maí 2022

Ábendingagátt