Stofnfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Fréttir

Stofnfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar verður haldinn 22. október næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 17 í Hafnarborg. Allir stofnfélagar hvattir til að mæta.

Stofnfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar verður haldinn 22. október næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 17 í Hafnarborg. Allir stofnfélagar hvattir til að mæta.

Í lok september var haldinn vel heppnaður kynningarfundur um stofnun Markaðsstofu Hafnarfjarðar og nú hafa meira en þrjátíu hafnfirsk fyrirtæki skráð sig sem stofnfélaga. Önnur hafnfirsk fyrirtæki eru hvött til þess að skrá sig sem stofnfélaga Markaðsstofu Hafnarfjarðar með því að senda tölvupóst með upplýsingum um fyrirtækið (nafn, kennitala fyrirtækis, forsvarsmaður) á magnusba@hafnarfjordur.is og þitt fyrirtæki verður á listanum.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar mun verða leiðandi í að gera Hafnarfjörð að öflugum valkosti fyrir fólk og fyrirtæki til búsetu, atvinnu og afþreyingar. Með eflingu samstarfs íbúa, fyrirtækja, félaga og bæjaryfirvalda verður Markaðsstofan einnig vettvangur skoðanaskipta um hvernig gera megi góðan bæ enn betri.

Ábendingagátt