Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær innleiddi nýlega mannauðs- og launakerfið Kjarna og tók Hildur í sínu nýju starfi meðal annars við því kefli að vera potturinn og pannan í þeirri innleiðingu. Kjarni hefur opnað á ný tækifæri og möguleika og verið mikilvægur hlekkur bæði í stafrænni vegferð sveitarfélagsins og við innleiðingu á jafnlaunastaðli.
Helga Stefánsdóttir, Hildur Sigþórsdóttir og Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir eiga allar það sameiginlegt að vera öflugir og metnaðarfullir stjórnendur og fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar á sviði umhverfis- og skipulagsmála, fjármála, dagvistunar og menntamála. Helga og Jenný hafa starfað hjá sveitarfélaginu til fjölda ára og búa að gríðarlegri reynslu og þekkingu en Hildur er nýr og ungur stjórnandi sem ber með sér ferska vinda og sér tækifæri til umbóta og vaxtar í hverju horni og þá ekki síst á sviði stafrænnar þróunar. Viðtal við þær birtist í sérblaði Fréttablaðsins um konur í atvinnulífinu miðvikudaginn 26. janúar sem gefið var út í samstarfi við FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu.
Viðtal við Helgu Stefánsdóttur
Viðtal við Jennýju Dagbjörtu Gunnarsdóttur
Árið 2019 skrifaði Hafnarfjarðarbær undir viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA og árið 2022 hlaut sveitarfélagið viðurkenninguna eftir að hafa náð þeim árangri að jafna hlutfall kynja í efsta lagi. „Það er stefna Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Hæfasti einstaklingurinn er ráðinn hverju sinni óháð kyni en þegar hæfnin er sú sama þá gæti kyn haft áhrif ef það hallar á annað kynið í geiranum. Það var þó ekki tilfellið hjá mér enda konur í miklum meirihluta í minni deild. Ég var einfaldlega hæfust,“ segir Hildur Sigþórsdóttir, deildarstjóri launadeildar hjá Hafnarfjarðarbæ og hlær. Hjá bænum starfa um 2200 starfsmenn á 73 starfsstöðvum. „Fjölbreytileikinn í þjónustu sveitarfélagsins er mikill, stéttarfélögin mismunandi, kjarasamningar ólíkir og störfin fylgja kjarasamningum. Starfið mitt kallar á góða yfirsýn, þekkingu og skilning og kannski ekki síst á hæfni í mannlegum samskiptum og áhuga á fólki.“
Hildur, sem er viðskiptafræðingur að mennt, tók við núverandi starfi í lok árs 2022 en var búin að vera ráðgjafi innan launadeildar síðan 2021. „Ég er enn að koma mér inn í starfið. Ég þekki teymið mitt vel og aðlögunin gengur framar vonum. Við vorum fyrir með frábæran deildarstjóra sem var duglegur að miðla af reynslu sinni og þekkingu. Við sem teymi búum vel að því og ég dugleg að leita í reynslubrunn þeirra sem lengi hafa starfað hjá bænum.“
Hafnarfjarðarbær innleiddi nýlega mannauðs- og launakerfið Kjarna og tók Hildur í sínu nýju starfi meðal annars við því kefli að vera potturinn og pannan í þeirri innleiðingu. Kjarni hefur opnað á ný tækifæri og möguleika og verið mikilvægur hlekkur bæði í stafrænni vegferð sveitarfélagsins og við innleiðingu á jafnlaunastaðli sem kallar á reglubundna úttekt á launum og kjörum. „Kjarni frá Origo er frábært heildstætt kerfi sem heldur utan um öll mannauðs- og launamál. Kerfið er einstaklega notendavænt og sú staðreynd hefur skipt sköpum fyrir árangursríka innleiðingu sem kallar á þátttöku allra stjórnenda Hafnarfjarðarbæjar,“ segir Hildur.
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2025 og er…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…