Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær, í samstarfi við þriðja aðila, kannað ánægju og viðhorf starfsmanna til m.a. starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta og hafa niðurstöður verið nýttar til betrumbóta og umbóta á þeim 70 starfsstöðvum sem starfsemi Hafnarfjarðarbæjar dreifist á. Niðurstöður nýjustu vinnustaðagreiningarinnar eru heilt yfir ánægjulegar fyrir Hafnarfjarðarbæ þar sem allir þættir í könnun hækka á milli ára og aðeins einn þáttur lækkar. Sá þáttur, sem snýr að álagi, er þegar í gagngerri skoðun hjá stjórnendum bæjarins.
Starfsánægja hækkaði úr 7,4 í 7,9 milli ára og sýna niðurstöður að ánægja fólks í starfi og starfsandi á vinnustöðunum hefur aukist umtalsvert á milli ára. Einnig fjölgar þeim sem eru stoltir af því að vinna hjá bænum, þeirra sem líður vel í vinnunni og eru ánægðir með tæki og gögn á vinnustað, þjálfun og fræðslu og upplýsingaflæði. Framundan er úrbótavinna innan skóla, safna og stofnana Hafnarfjarðarbæjar þar sem allir munu leggjast á eitt við að gera gott enn betra. Samkvæmt nýlegri þjónustumælingu Gallup hefur ánægja íbúa með þjónustu bæjarins líka aukist og nokkuð vel gengið að manna lausar stöður hjá bænum. Svo virðist sem sveitarfélagið þyki spennandi vinnustaður með þann fjölbreytileika sem ríkir í störfum starfseminnar og kallar á ólíka menntun, færni og þekkingu. Berglind G. Bergþórsdóttir hefur verið mannauðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ í þrjú ár og heldur hún utan um öll mannauðstengd verkefni og veitar ráðgjöf til annarra stjórnenda. Samhliða vinnur hún ásamt öflugu teymi að innleiðingu á jafnlaunastaðli hjá bænum sem miðar að því að tryggja jafnan rétt kvenna og karla og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Ef allt gengur eftir mun sveitarfélagið hljóta jafnlaunavottun strax í sumar.
Af hverju gengur þetta svona vel? Hvernig farið þið að þessu? Ég geri ráð fyrir að þær úrbótaaðgerðir sem við höfum þegar farið í á undanförnum árum séu farnar að skila árangri og starfsmenn farnir að upplifa breytingu. Við erum að sjá þónokkra hækkun á milli ára og er það okkur hvatning til frekari verkefna og vinnu með stjórnendum og starfsmönnum.Líklega eru það margir samverkandi þættir sem gera það að verkum að við sjáum mun á heildarniðurstöðum m.a. metnaðarfullt starf og öflugt starfsfólk, samstilltur hópur stjórnenda, aukið samtal og flæði upplýsinga þar sem raddir starfsmanna hafa mikið að segja og aukin áhersla á mannauðstengd málefni. Þetta vinnur allt saman.
Hvaða áherslum gangið þið út frá til að auka starfsánægju meðal starfsmanna bæjarins? Með reglulegum mælingum, eins og vinnustaðagreiningu, er hægt að fylgjast kerfisbundið með því hvernig starfsfólk upplifir vinnustaðinn, hvað er vel gert og hvað má betur fara. Stjórnendur hafa verið öflugir í að fylgja niðurstöðunum eftir með úrbótaverkefnum sem eru skilgreind í samvinnu við starfsfólk. Jákvæðari rekstrarniðurstöður sveitarfélagsins hafa opnað á tækifæri til úrbóta, ekki bara út á við heldur inn á við líka. Hafnarfjarðarbær er heilsueflandi samfélag og höfum við á nýjan leik tekið upp líkamsræktarstyrki til að ýta undir heilsueflingu okkar starfsfólks. Um síðustu jól fékk allt starfsfólk bæjarins jólagjöf í fyrsta skipti sem var vel þegið framtak. Samhliða höfum við ákveðið að veita öllum þeim sem starfa hjá bænum til lengri tíma sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu bæjarins á 15 og 25 ára starfsafmælum þeirra. Öll viðleitni í þá átt að þakka starfsfólki fyrir vel unnin störf, skilar sér klárlega í aukinni starfsánægju.
Hvernig eflið þið millistjórnendur og þau sem fara með mannaforráð til að samskipti gangi sem best? Undanfarin misseri hafa nokkrir hópar millistjórnenda sótt skipulagða stjórnendaþjálfun hjá ráðgjafafyrirtækinu Hagvangi. Stefnt er að því að allir stjórnendur bæjarins fari í gegnum slíka þjálfun, með það að markmiði að efla þá í þeirra daglegum störfum. Í þessari þjálfun er lögð áhersla á mannlega þáttinn í starfi stjórnandans, en mikilvægt er að stjórnandinn þekki sjálfan sig, styrkleika og takmarkanir og um leið þekki hann fólkið sitt og þeirra þarfir. Ég er þeim innan handar með ráðgjöf og sérþekkingu á sviði mannauðsmála og höfum við lagt áherslu á að einfalda öll kerfi, setja upp ný kerfi og greiða aðgang að nauðsynlegum upplýsingum og gögnum. Þetta hefur verið að virka mjög vel.
Bjóðið þið upp á ýmis námskeið, fyrirlestra eða endurmenntun fyrir skóla og stofnanir bæjarins? Litróf fjölbreytileikans í starfsemi Hafnarfjarðarbæjar er ansi mikið og því erfitt að skipuleggja dagskrá námskeiða sem henta öllum. Það er öflugt fræðslu- og endurmenntunarstarf í gangi á hverju sviði fyrir sig. Bæði skólastigin nýta t.a.m. starfsdaga til sameiginlegs námskeiðahalds, svo eitthvað sé nefnt. Við styðjumst síðan við árleg starfsmannasamtöl til að greina fræðsluþarfir starfsfólks. Er hugmyndin sú að hver og einn sæki sí- og endurmenntun sem byggir á þeirri greiningu. Undanfarið ár höfum við í samstarfi við Starfsmennt skipulagt og boðið upp á námskeið fyrir ófaglært starfsfólk í grunnskólum, búsetukjörnum og á bókasafni. Er um að ræða nokkrar lotur námskeiða sem voru settar saman eftir ítarlega greiningarvinnu og eru námskeiðin sérsniðin að þörfum þessa starfshópa. Starfsmönnum stendur einnig til boða að skrá sig í Dokkuna og Stjórnvísi, sem eru þekkingar- og tengslanet fyrir stjórnendur og aðra í atvinnulífinu. Einhver hópur hefur verið að nýta sér þessa möguleika.
Viðtal við Berglind G. Bergþórsdóttur, mannauðsstjóra Hafnarfjarðarbæjar var birt í Fjarðarpóstinum fimmtudaginn 16. mars sl.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.