Stór gámur fyrir málmumbúðir kominn á grenndarstöðina við Fjörð

Fréttir

Stór gámur fyrir málmumbúðir er kominn á grenndarstöðina við Fjörð. Tafir hafa orðið við fjölgun málmgáma á aðrar grenndarstöðvar í Hafnarfirði en þeim verður komið fyrir í seinasta lagi í mars 2024. Þangað til þurfa íbúar að sérflokka málmumbúðir á heimilum sínum og fara með þær á grenndarstöðina við Fjörð eða á endurvinnslustöðvar Sorpu.

Málm-, glerumbúðir, textíll og skilagjaldsskyldar umbúðir

Málmumbúðum (niðursuðudósir o.fl.), glerumbúðum (glerkrukkur o.fl.), textíl (öll föt sama hvaða ásigkomulagi þau eru og annar textíll) og skilagjaldsskyldum umbúðum (ef íbúar kjósa að styrkja Skátana) á að safna og skila á grenndarstöðvum. Einnig er hægt að fara með skilagjaldsskyldar umbúðir í Sorpu Endurvinnslustöðvar (sorpa.is) og í Flöskumóttöku Endurvinnslunnar Móttökustöðvar – Endurvinnslan.

Stór gámur fyrir málmumbúðir er kominn á grenndarstöðina við Fjörð. Tafir hafa orðið við fjölgun málmgáma á aðrar grenndarstöðvar í Hafnarfirði en þeim verður komið fyrir í seinasta lagi í mars 2024. Þangað til þurfa íbúar að sérflokka málmumbúðir á heimilum sínum og fara með þær á grenndarstöðina við Fjörð eða á endurvinnslustöðvar Sorpu.

Grenndarstöðvar

Það eru grenndargámar á sex stöðum í Hafnarfirði. Á öllum stöðum eru gámar fyrir pappír, plast og gler, auk fatagáma frá RKÍ og flöskugáma frá Skátunum á einhverjum þeirra. Stór málmgámur er staðsettur við grenndarstöðina við Fjörð.

· Tjarnarvellir, við Bónus

· Hlíðarberg, við Iceland

· Miðvangur, við Nettó

· Hólshraun, við Fjarðarkaup

· Sólvangsvegur, við Sólvang

· Fjarðargata, við Fjörð

Í vinnslu eru uppsetning grenndargáma á Hvaleyrarholti, Áslandi og ein stöð miðsvæðis fyrir Skarðshlið, Hamranes og Ásland 4.

Endurvinnslustöðvar

Spilliefni, málmar, timbur, húsbúnaður og aðrir stórir og þungir hlutir eiga að fara á gámastöðvar Sorpu.

Tenglar með ítarlegri upplýsingum

Sorphirða | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Nýtt flokkunarkerfi (sorpa.is)

 

Takk fyrir að flokka!

Ábendingagátt