Stór helgi í Hafnarfirði – Tökum þátt!

Fréttir óflokkað

Heimar og himingeimar, Vegan-festival, listamannaspjall, kvöldsund í Ásvallalaug og kveðjuleikur Arons Pálmarssonar. Já, það er nóg um að vera í Hafnarfirði alla helgina.

Helgin er best í Hafnarfirði

  • 29.-31. ágúst. Hátíðin Heimar og himingeimar verður sett klukkan 17 í dag og stendur alla helgina. Þessi búninga- og leikjahátíð sló í gegn í fyrra. Hátíðin verður enn veglegri í ár. Búist er við þúsundum gesta. 100 verða í búningi. Hitta má systurplöntu Auðar úr Hryllingsbúðinni, sjá R2D2 vélmenni á göngunum, ganga inn í geimskip úr Star Wars, sjá geislasverðaskylmingar. Hvar verður þú ef ekki þarna? Frítt er á hátíðina.
    • 3 dagar af skemmtun, sköpun, skylmingum og stórkostlegum nördaskap
    • 15 smiðjur og viðburðir
    • 3 heimar til að taka þátt í, upplifa og skoða
  • 29. ágúst. Kveðjuleikur Arons Pálmarssonar verður í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar lofa rosalegri dagskrá. Stórviðburður. Stórlið Veszpém frá Ungverjalandi mun mæta í Kaplakrika og spila gegn FH. Þennan dag verður mikil veisla en margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins munu troða upp. Beinn hlekkur á miðasöluna hér.

 

  • 29. ágúst. Opnunartími Ásvallalaugar verður lengdur til 22.30 í kvöld. Frítt er í sund frá kl. 19 til að njóta tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar á skjá. Klassíkin okkar fer fram í tíunda sinn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í samvinnu við RÚV. Sundlaugar víða varpa tónleikunum á skjá og Ásvallalaug gerir það hér í bæ.

  • 30. ágúst. Opinn dagur í Listdansskola Hafnarfjarðar. Þér er boðið á opin dag í Listdansskóla Hafnarfjarðar laugardaginn 30. ágúst, komdu og kynntu þér starfsemina okkar! DAGSKRÁ frá 11:30-14:00

 

 

  • 31. ágúst. Á þessum sunnudegi býður Hafnarborg gestum að taka þátt í rafhljóðasmiðjunni Électro-Bricolage Ensemble undir leiðsögn kanadísku listakonunnar Dörshu Hewitt. Hún er ein af þátttakendunum í haustsýningu Hafnarborgar Algjörum skvísum. Smiðjan er milli klukkan 13-15.

  • 31. ágúst. Vegan festival á Thorsplani. Samtök Grænkera í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ slá upp fjölskylduskemmtun og matarveislu á Thorsplani í Hafnarfirði þennan sunnudag milli kl. 13-16. Þetta er í 9unda sinn sem hátíðin er haldin. Frábærar vörur og tækifæri til að kynnast þessum lífsstíl.

Já, þetta er sannkölluð konfekthelgi, troðfullur kassi af súkkulaðimolum og þú velur þann sem þú vilt fá!

Ábendingagátt