Stóra upplestrarkeppnin

Fréttir

Lokahátíð keppninnar fyrir Hafnarfjörð fer fram í Hafnarborg 8. mars þar sem tveir fulltrúar hvers grunnskóla taka þátt.

Stóra upplestrarkeppnin er í fullum gangi í grunnskólum Hafnarfjarðar þar sem 7. bekkingar skólanna eru í markvissri þjálfun í framsögn og upplestri. Lokahátíð keppninnar fyrir Hafnarfjörð fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 8. mars kl. 17 þar sem tveir fulltrúar hvers grunnskóla taka þátt.  

Á lokahátíðinni eru jafnframt kynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkinga og fyrir boðskort lokahátíðarinnar. Sögur og tillögur um boðskort þurfa að berast til Skólaskrifstofunnar eigi síðar en 8. febrúar nk. Innan grunnskólanna þarf sömuleiðis að halda lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar til að velja fulltrúa skólans á hátíðina í Hafnarborg. Skólavikan 15.-19. febrúar þykir ákjósanlegasta vikan til þess en þá viku stendur til að halda Bíó- og bókahátíð barnanna í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar um dagskrá Bíó- og bókahátíð barnanna verða birtar fljótlega.

Ábendingagátt