Stóra upplestrarkeppnin 2022-2023

Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin í Hafnarfirði 2022-2023 verður haldin í Víðistaðakirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 17. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk lesa upp brot úr skáldverki og ljóð. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.

Fulltrúar úr 7. bekkjum grunnskólanna stíga á svið

Stóra upplestrarkeppnin í Hafnarfirði 2022-2023 verður haldin í Víðistaðakirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 17. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Hafnarfjarðar, lesa upp brot úr skáldverki og ljóð. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun.

Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir

 

Ábendingagátt