Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði var haldin í Víðistaðakirkju í gær. Á hátíðinni var ríkulegri uppskeru fagnað í gær með vönduðum og fallegum upplestri og fágaðri framkomu átján nemenda úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði var haldin í Víðistaðakirkju í gær að viðstöddum fulltrúum frá grunnskólum Hafnarfjarðar, aðstandendum og boðsgestum. Undirbúningur hátíðarinnar hefur staðið yfir frá Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember síðastliðinn og var stífum æfingum og ríkulegri uppskeru fagnað í gær með vönduðum og fallegum upplestri og fágaðri framkomu átján nemenda úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar. Allir grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar senda fulltrúa til keppninnar og koma tveir frá hverjum skóla.
Í ár stigu átján nemendur frá níu skólum í pontu og fluttu brot úr skáldverkinu Blokkin á heimsenda og ljóð eftir skáld keppninnar sem að þessu sinni eru þau Arndís Þórarinsdóttir, Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Allir nemendur fengu viðurkenningu og gjafir fyrir flutning sinn og frammistöðu og hvatningu og hamingjuóskir frá Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra og Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni ljóðskáldi keppninnar sem öll heiðruðu hópinn með nærveru sinni. Dómnefnd valdi að lokum þrjá nemendur úr frábærum hópi fulltrúa sinna skóla og veitti þeim sérstaka viðurkenningu. Það voru þau Karen Hrönn Guðjónsdóttir frá Áslandsskóla (1. sæti), Soffía Karen Björnsdóttir frá Hraunvallaskóla (2. sæti) og Reynir Örn Sigrúnarson frá Setbergsskóla (3. sæti) sem þóttu fremst meðal jafningja þetta árið. Dómnefndina í ár skipuðu þau Björk Einisdóttir formaður dómnefndar, Almar Blær Sigurjónsson, Hafrún Dóra Júlíusdóttir og Þórður Helgason. Nemendur í 4. bekk og þátttakendur í Litlu upplestrarkeppninni 2023 sigu fram sem talkór sem er eitt af einkennum Litlu upplestrarkeppninnar. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, standa að Litlu upplestrarkeppninni sem er sprotaverkefni út frá Stóru upplestrarkeppninni ætlað nemendum í 4. bekkjum grunnskólanna og hefur sama undirliggjandi markmið og tilgang en öðruvísi nálgun og sú stóra.
Hér má sjá þá nemendur sem hlutu sérstaka viðurkenningu ásamt skólastjórum.
Á hátíðinni voru viðurkenningar veittar fyrir smásagnasamkeppni og í samkeppni um verðlaunamynd á boðskort lokahátíðarinnar. Aldís María Antonsdóttir nemandi í 6.bekk í Hraunvallaskóla fékk viðurkenningu fyrir verðlaunateikninguna á boðskortið en það eru einmitt nemendur í 6. bekkjum bæjarins sem fá tækifæri til þátttöku í samkeppninni. Í smásagnasamkeppni 8. – 10. bekkjar voru það nemendur í Víðistaðaskóla sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin, þær Amra Bajramovska í 9.bekk sem bar sigur úr býtum, Helena Björg S. Arnarsdóttir í 8.bekk sem hlaut annað sætið og Sunna Björk Magnúsdóttir í 8.bekk það þriðja.
Stóra upplestrarkeppnin, sem hófst sem tilraunaverkefni um upplestur í Hafnarfirði veturinn 1996-1997, hefur stækkað og eflst svo um munar með árunum og hefur um árabil einnig verið haldin á landsvísu. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, héldu utan um keppnina til 25 ára en síðustu tvö árin hafa sveitarfélögin og skólasamfélagið á hverjum stað staðið að keppninni. Í Hafnarfirði nýtur skólasamfélagið enn góðs af faglegri aðstoð Ingibjargar Einarsdóttur, upphafsaðila Stóru upplestrarkeppninnar á Íslandi, sem á enn veg og vanda að lokahátíðinni í Víðistaðakirkju.
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…