Stóra upplestrarkeppnin fær Foreldraverðlaunin 2021

Fréttir

Í ár hlaut Stóra upplestrarkeppnin Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Einnig var Ingibjörg Einarsdóttir útnefnd Dugnaðarforkur Heimilis og skóla og veitt voru tvenn Hvatningarverðlaun að þessu sinni. Hvatningarverðlaunin hlutu Söngleikurinn Annie frá Víðistaðaskóla og verkefnið Sjálfbærni og minni matarsóun hjá heilsuleikskólanum Urðarhóli. 

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 26. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 21. maí 2021. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin. Í ár hlaut Stóra upplestrarkeppnin Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Einnig var Ingibjörg Einarsdóttir útnefnd Dugnaðarforkur Heimilis og skóla og veitt voru tvenn Hvatningarverðlaun að þessu sinni. Hvatningarverðlaunin hlutu Söngleikurinn Annie frá Víðistaðaskóla og verkefnið Sjálfbærni og minni matarsóun hjá heilsuleikskólanum Urðarhóli. Sérstök dómnefnd fór yfir allar tilnefningar líkt og vant er og valdi verðlaunahafa.

HvatningarverdlaunHeimilisOgSkola

Í ár hlaut Stóra upplestrarkeppnin Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Einnig var Ingibjörg Einarsdóttir útnefnd Dugnaðarforkur Heimilis og skóla. 

Stóra upplestrarkeppnin í 25 ár 

Í 25 ár hafa Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, rekið Stóru upplestrarkeppnina fyrir 7.bekk en hún hófst veturinn 1996-1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Nú taka mörg þúsund börn þátt ár hvert í fjöldamörgum skólum hringinn í kringum landið og hefur Stóra upplestrarkeppnin fyrir löngu fest sig í sessi. Einnig hefur bæst við Litla upplestrarkeppnin fyrir 4.bekk sem hóf göngu sína árið 2010. Frá upphafi var lögð mikil áhersla á samvinnu við heimilin og að fá foreldra til að taka virkan þátt í verkefninu. Nú eru hins vegar kaflaskil þar sem þetta er síðasta skólaárið sem Raddir reka Stóru upplestrarkeppnina eftir 25 ára farsælt starf og nú færist stjórn hennar alfarið yfir til sveitarfélaganna sem munu flest hver halda áfram að gera henni hátt undir höfði. Samtökin hafa hér unnið mikið brautryðjendastarf með Ingibjörgu Einarsdóttur, formann Radda, í fararbroddi.

Dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2021 er Ingibjörg Einarsdóttir 

Dugnaðarforkur Heimilis og skóla árið 2021 er Ingibjörg Einarsdóttir. Hún er fyrrverandi skrifstofustjóri á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og formaður Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn. Ingibjörg hefur verið verkefnastjóri Stóru upplestrarkeppninnar í 25 ár og unnið ötullega að því að efla lestrarhæfni grunnskólanema. Þetta hefur hún meðal annars gert í gegnum Stóru upplestrarkeppnina fyrir 7. bekk í samstarfi við Raddir og sveitarfélög landsins en fá ef nokkur verkefni hafa haft slíka útbreiðslu í íslenskum grunnskólum. Hún hefur einnig haft veg og vanda af Litlu upplestrarkeppninni sem haldin er í 4.bekk. Ingibjörg hefur m.a. hlotið Fálkaorðuna fyrir framlag til eflingar á lestrarhæfni grunnskólanema og var einnig heiðruð af mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af 20 ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar árið 2016.

Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla 2021 

Veitt voru tvenn Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla þetta árið, Söngleikurinn Annie frá Víðistaðaskóla og verkefnið Sjálfbærni og minni matarsóun hjá heilsuleikskólanum Urðarhól.

Söngleikurinn Annie var settur upp af nemendum í 10. bekk Víðistaðaskóla nú í vor en löng hefð er fyrir uppsetningu söngleikja hjá 10. bekk sem fjáröflun í ferðasjóð. Allir nemendur taka þátt með fjölbreyttu framlagi í formi leiklistar, tónlistar, búningahönnunar, förðunar, lýsingar og hljóðs svo fátt eitt sé nefnt. Foreldrar og aðrir velunnarar kaupa síðan miða á sýninguna og eru styðjandi í ferlinu. Þarna fá allir nemendur að blómstra og upplifa einstaka stemningu sem fylgir svona uppsetningu. Frábært framtak sem tengir saman aðila skólasamfélagsins og voru viðtökur einstaklega jákvæðar. Verkefnið Sjálfbærni og minni matarsóun hjá heilsuleikskólanum Urðarhóli fékk einnig hvatningarverðlaun þetta árið. Verkefnið snýr að minni matarsóun og sjálfbærnimenntun. Heilsuleikskólinn Urðarhóll er með rauðorma til að brjóta niður matarafganga og breyta í moltu. Á leikskólalóðinni eru 6 papahænur sem fá matarafganga. Foreldrar sinna hænunum um helgar og fær fjölskyldan egg að launum. Núna liggur ein hænan á frjóvguðum eggjum og er beðið eftir ungum. Hægt er að fylgjast með ferlinu í gegnum heimasíðu skólans. 

Hafnarfjarðarbær sendir vinningshöfum sínar bestu hamingjuóskir með þakklæti fyrir faglegt og öflugt starf í þágu skólasamfélagsins. Takk Heimili og skóli fyrir framtakið!

Ábendingagátt