Stórafmæli og vígsla Skessunnar

Fréttir

Um síðustu helgi áttu sér stað stórviðburðir í hafnfirsku íþróttalífi. Fimleikafélag Hafnarfjarðar fagnaði 90 ára afmæli sínu og formlegri opnun Skessunnar. Starfsemi íþróttafélaga hefur breyst mikið undanfarin ár og er tilkoma Skessunnar liður í því að mæta uppsafnaðri þörf fyrir betri aðstöðu í sístækkandi sveitarfélagi.

Um síðustu helgi áttu sér stað stórviðburðir í hafnfirsku íþróttalífi. Ekki nóg með að Badmintonfélag Hafnarfjarðar hafi fagnað 60 ára afmæli og því að fá íþróttahúsið við Strandgötu undir rekstur félagins þá fagnaði Fimleikafélag Hafnarfjarðar 90 ára afmæli sínu og formlegri opnun Skessunnar. Starfsemi íþróttafélaga hefur breyst mikið undanfarin ár og er tilkoma Skessunnar liður í því að mæta uppsafnaðri þörf fyrir betri aðstöðu í sístækkandi sveitarfélagi.

Til hamingju Fimleikafélag Hafnarfjarðar og íbúar Hafnarfjarðar!

Fimleikafélag Hafnarfjarðar fagnaði 90 ára afmæli sínu síðastliðinn laugardag með opnu húsi og fjölbreytti dagskrá. Deildir félagsins kynntu starfsemi sína og tekið var formlega í notkun nýtt knatthúss á Kaplakrika sem fengið hefur nafnið Skessan. Félagið var stofnað 15. október árið 1929 þegar nokkrir ungir fimleikadrengir tóku sig saman og voru, eins og nafnið ber til kynna, fimleikar eina íþróttagreinin sem stunduð til að byrja með. Fjöldi íþróttagreina hefur bæst við síðan þá s.s frjálsar, handbolti, fótbolti og skylmingar. Iðkendur félagsins á aldrinum 2-90 ára eru í dag um 2000 talsins og hefur aðsókn og áhugi aukist til muna síðustu ár. Eldri borgarar mæta í Kaplakrika á morgnana til að hreyfa sig og á sama tíma er skólastarfsemi í húsinu. Eftir 15 hefjast svo æfingar hjá öllum flokkum í öllum greinum.

Brot úr sögu félagsins – myndband

Við óskum Fimleikafélagi Hafnarfjarðar innilega til hamingju með 90 árin og hlökkum til áframhaldandi samstarfs! 

Ábendingagátt