Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Halla Harpa Stefánsdóttir er forstöðuþroskaþjálfi Hæfingarstöðvarinnar að Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Hundakona mikil sem hefur gert það að ævistarfi sínu að þjálfa, efla og þróa aðferðir og leiðir sem stuðla að notkun óhefðbundinna tjáskipta. Halla Harpa ákvað það 10 ára gömul að verða gæslusystir og hefur frá 16 ára aldri unnið að málefnum fatlaðs fólks .
Kveikurinn er að sjá að fólk getur meira í dag heldur en í gær.
Halla Harpa Stefánsdóttir er forstöðuþroskaþjálfi Hæfingarstöðvarinnar að Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Hundakona mikil sem hefur gert það að ævistarfi sínu að þjálfa, efla og þróa aðferðir og leiðir sem stuðla að notkun óhefðbundinna tjáskipta. Halla Harpa ákvað það 10 ára gömul að verða gæslusystir (sem síðar varð að starfsheitinu þroskaþjálfi) og hefur frá 16 ára aldri unnið að málefnum fatlaðs fólks, þá fyrst á gamla Kópavogshæli eftir að hafa fylgt móður sinni í störfum hennar á Kópavogshælinu frá unga aldri. Vann þar sjálf í átján ár í ýmsum hlutverkum og sér ekki eftir einum degi og fékk þar mikil tækifæri til þróunar og reynslu í starfi.
Hlusta á þáttinn
Prúð og ákveðin ung dama í heimasaumuðum kjólum
Halla Harpa er fæddur sem frumbyggi í Kópavogi en á sterkar rætur í Hafnarfirði þar sem hún bjó til tuttugu ára áður en hún flutti á Álftanes þar sem hún býr í dag og ætlar sér að búa allt sitt líf með öllum sínum hundum og köttum og eiginmanni. Halla Harpa er alin upp við mikla prúðmennsku og heimasaumaða sparikjóla. Hún er yngst fjögurra systra og hafa tvær þeirra búið í Ameríku nær allt sitt líf. Hún flakkaði ung að árum milli systra sinna til að passa systkinabörn sín og þóttu það mikil forréttindi og upplifun að fá tækifæri til að ferðast erlendis á þessum tíma.
Alltaf með puttana á nýjustu tækninni
Halla Harpa hefur unnið mikið brautryðjendastarf með Bliss tungumálið, þróun þess og möguleika en Bliss tungumálið er dæmi um árangursríka og áhugaverða nálgun og aðferð í óhefðbundnum tjáskiptum. Hún situr í alþjóðlegri nefnd fyrir Bliss tungumálið og kemur þannig beint að þróun þess í alþjóðlegu samhengi og það í beinu samstarfi við þjónustunotendurna sjálfa og samstarfsfélaga sem hafa mikið um framgang tungumálsins að segja. Halla Harpa lítur á tjáskipti sem sjálfsögð grundvallarmannréttindi og elur á því að allir eigi strax frá unga aldri að fá tækifæri til tjáskipta. Þannig eigi enginn að hefja lífið án þess að geta tjáð sig. Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni er einn af þeim mikilvægu og sérhæfðu starfsstöðvum sem Hafnarfjarðarbær rekur. Þangað koma daglega 23 þjónustunotendur með langvarandi stuðningsþörf til vinnu og snýr skipulögð þjónusta Hæfingarstöðvarinnar sér í lagi að þjálfun í notkun óhefðbundinna tjáskipta og í skynörvun sem leiðir til aukinna lífsgæða, aukinnar stjórnar á eigin lífi og til virkari þátttöku í samfélaginu.
Viðtöl við áhugaverða einstaklinga sem starf í þágu sveitarfélagsins
Í Vitanum er spjallað við áhugaverða einstaklinga sem starfa í þágu bæjarins. Þannig er tekin fyrir þjónusta sveitarfélagsins, áhugaverð þróunarverkefni og viðfangsefni á fjölbreyttu sviði. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, þjónustu og mál sem eru mikið í umræðunni hverju sinni. Hægt er að nálgast alla þætti Vitans á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar en einnig á hlaðvarpsveitum á borð við Spotify , Simplecast og Podcast Addict.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…