Stóri og Litli Plokkdagurinn 2023

Fréttir

Stóri plokkdagurinn verður haldinn frá morgni til kvölds sunnudaginn 30. apríl. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar í Ráðhúsi og á Norðurhellu tók nýverið forskot á plokksæluna og plokkaði í nærumhverfi sinna starfsstöðva.

Svo er náttúrulega tilvalið að plokka alla daga ársins

Stóri plokkdagurinn verður haldinn frá morgni til kvölds sunnudaginn 30. apríl. Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði til virkrar þátttöku í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar í Ráðhúsi og á Norðurhellu tók nýverið forskot á plokksæluna og plokkaði í nærumhverfi sinna starfsstöðva.

Hluti starfsmanna sem tók þátt í Litla Plokkdegi Ráðhúss og Norðurhellu 2023.

Við hvetjum íbúa og fyrirtæki til þátttöku

Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði til virkrar þátttöku í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. Plokkarar eru vinsamlega beðnir um að nota glæra ruslapoka í plokki sínu til að auðvelda flokkun og urðun. Plokkarar eru jafnframt beðnir um að tilkynna um þá staði þar sem pokar eru skildir eftir í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins þar sem hægt er að taka mynd með nákvæmri staðsetningu. Í gegnum ábendingagátt er einnig tilvalið að benda sveitarfélaginu á svæði sem þarf að hreinsa sérstaklega eða koma með ábendingar um annað það sem betur má fara.

Afhverju er það að plokka frábær hugmynd?

  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  • Einstaklingsmiðað
  • Hver á sínum hraða
  • Hver ræður sínum tíma
  • Frábært fyrir umhverfið
  • Frábært fyrir líkama og sál – ákveðin núvitund og núllstilling
  • Fegrar nærsamfélagið
  • Öðrum góð fyrirmynd

Nánari upplýsingar um Stóra plokkdaginn

Helstu plokktrixin í bókinni

  • Finna svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt
  • Stofna viðburð í eigin hverfi eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð
  • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng
  • Klæða sig eftir aðstæðum
  • Senda mynd og upplýsingar um staðsetningu poka í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá

Gleðilega plokkhelgi!

Ábendingagátt