Stórtónleikar á 75 ára afmæli tónlistarskólans
„Tónleikarnir stækkar með hverri mínútu,“ segir Eiríkur Stephensen, skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar en skólinn fagnar 75 ára afmæli með tvennum stórtónleikum á laugardag. Hátt í 300 koma fram.
Þúsundir stundað nám í tónlistarskólanum
Um 100 manna lúðrasveit Tónlistarskólans í Hafnarfirði flytur lagið Uprising eftir ensku rokksveitina Muse á 75 ára afmælistónleikum sínum á laugardag. Hátt í 300 ungmenni á aldrinum 5 ára til tvítugs spila á tónleikunum. „Tónleikarnir stækkar með hverri mínútu,“ segir Eiríkur Stephensen, skólastjóri tónlistarskólans. „Við erum spennt, já spennustigið hátt. Þetta verður mjög gaman,“ segir Eiríkur.
Fjölbreytni sem skilar sér
Stórsveit, Sinfóníuhljómsveit, Suzuki-hópar, strengjasveitir, rytmískt samspil, gítarsveit, blokkflautusveit, píanósveit, harmónikusveit og skólakór. Föstudagurinn fer í að setja upp sviðið. Stífar æfingar standa yfir alla vikuna. Miðasalan er á Tix.is og við innanginn. Eiríkur segir rétt undir 600 börn stunda nám í skólanum í vetur. Þannig hafi það verið síðustu 20 ár og því mörg þúsund lagt stund á hljóðfæraleik- og nám í skólanum frá stofnun. „Töluvert er af starfandi atvinnuhljóðfæraleikurum sem útskrifast hafa úr skólanum. Meira að segja forsætisráðherrann var hér píanónemandi,“ segir Eiríkur sem tók við skólanum árið 2018.
Stór atriði á afmælistónleikunum
„Hugsunin var alltaf að láta sem flesta nemendur taka þátt. Þetta eru frekar stór atriði. Gítar og blokkflautur saman. 100 manna lúðrasveit. 12 hent á píanó, sex nemendur sem spila á sitthvorum flygilinn,“ lýsir hann. „Svo erum við með kór með harmonikku og strengjasamspili. Sinfóníuhljómsveit og Suzuki hópa. Svo með djassband.“ Hann heldur áfram.
Eyþór Ingi kynnir og syngur
Eyþór Ingi söngvari syngur með bæði stórsveitinni og lúðrasveitinni á tónleikunumn, sem eru tvennir þennan laugardag. Annars vegar klukkan 13 og svo 15. „Þetta verður stórfengleg stund og skemmtileg upplifun fyrir nemendur að spila í svona stórum böndum. Þau upplifa eitthvað alveg nýtt – öðruvísi en venjulega – og þið getið upplifað það með þeim,“ segir Eiríkur og hvetur sem flest til að mæta og njóta með þeim.
Miðar á TIX.is og við innganginn.
Já, innilega til hamingju með daginn.
MYNDATEXTI: Æfingarsvæðið er vel nýtt þessa dagana sem og hver fermetri enda hljómsveitin stór. Næstu daga verður svo stillt upp í íþróttahúsinu við Strandgötu fyrir tónleikana stóru.