Strandblakvöllur á Víðistaðatún

Fréttir

Í sumar hefur verið unnið við ýmsar framkvæmdir á Víðistaðatúni. Nýjasta viðbótin á Víðistaðatúni er uppsetning á strandblakneti á sandvellinum og endurnýjun á sandi þannig að núna er kominn fyrirtaks strandblakvöllur en þessi íþrótt á vaxandi fylgi að fagna hér á landi.

Í sumar hefur verið unnið við ýmsar framkvæmdir á Víðistaðatúni en túnið er vinsælasta útivistarsvæði Hafnfirðinga innan byggðar. Aðsókn þangað hefur vaxið  mikið undanfarin ár með auknum afþreyingarmöguleikum svo sem endurbættu leiksvæði, útigrillaðstöðu, ærslabelg, aparólu, endurbótum á tennisvelli og frisbígolfvelli.

Nýjasta viðbótin á Víðistaðatúni er uppsetning á strandblakneti á sandvellinum og endurnýjun á sandi þannig að núna er kominn fyrirtaks strandblakvöllur en þessi íþrótt á vaxandi fylgi að fagna hér á landi.

Vitar til að stýra umferðLitlir vitar  hafa verið settir upp í sumar á Víðistaðatúni en þeir eru notaðir sem umferðarstýring og aðgangsstýring. Gestir Strandgötunnar hafa einnig orðið varir við þessa vita sem setja skemmtilegan svip á umhverfið en hugmynd að vitunum og hönnuður þeirra er Ingvar Björn listamaður.

Loks má nefna að grashleðslurnar sem má finna á norræna leiksvæðinu við tjörnina hafa verið skornar þannig að klambran og strengurinn sést vel og þetta gamla handverk fær því að njóta sín. 

Ljósmyndari: Melkorka Líney Hafsteinsdóttir

Norræna leiksvæðið á Víðistaðatúni

 

 

Ábendingagátt