Strandgate Film Festival í kvöld í Bæjarbíó

Fréttir

Skærustu stjörnur sólkerfisins verða samankomnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld kl. 20 til að keppa um ein virtustu kvikmyndaverðlaun veraldar á kvikmyndahátíð sem er raunveruleiki í óraunveruleikanum.

Skærustu stjörnur sólkerfisins verða samankomnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld kl. 20 til að keppa um ein virtustu kvikmyndaverðlaun veraldar á kvikmyndahátíð sem er raunveruleiki í óraunveruleikanum.

AdstandendurBirta Sólveig Söring, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Katla Þ. Njálsdóttir og Kolbeinn Sveinsson eru í hópnum á bak við hátíðina

Myndir sem enginn hefur séð leiknar af stjörnum sem enginn þekkir

Aðstandendur hátíðar eru að rúlla út rauða dreglinum og lýsa upp innganginn að Bæjarbíói fyrir kvöldið. Strandgate-kvikmyndahátíðin er áhugaverð nálgun og millivegur leikrits og gjörnings sem unnin er af ungu listafólki í Skapandi sumarstörfum Hafnarfjarðarbæjar 2022. Þeim Berglindi, Kolbeini, Kötlu og Birtu. Ágúst Örn Börgesson Wigum tökumaður og klippari bættist á seinni stigum við hópinn sem hefur síðustu vikur skellt sér í fjölbreytt hlutverk sem m.a. leikarar, kynnar, tæknimenn, ljósmyndarar og leikstjórar. Hópurinn hefur lagt sig fram um að búa til hátíð sem fangar anda kvikmyndahátíða um allan heim og hlaut í upphafi sumars menningarstyrk bæjarráðs.

Óraunveruleiki í raunveruleikanum

Í anddyri taka á móti gestum hátíðar plaköt af stærstu kvikmyndum hátíðarinnar: Ekkjan, Hefnandinn 4: Hinsta hefnd hefnandans, Blesi & Lesbían, períódan Móðurharðindin og norska stórmyndin Jeg heter Lina. Kvikmyndirnar eru skáldaðar sem og hátíðin sjálf en hátíðin sjálf fer fram í raunveruleikanum. Leikarar bregða sér í hlutverk stórstjarna og munu með stiklum gera grín að klisjukenndum kvikmyndum sem sýna oft á tíðum gráan raunveruleika fólks.

Verkið er sextíu mínútna kvöldskemmtun sem fer fram í Bæjarbíói í kvöld kl. 20. Nokkur sæti eru laus og allir áhugasamir hvattir til að mæta ef einhver skyldi forfallast. 

Aðgangur er ókeypis. 

Nánari upplýsingar um viðburðinn

Ábendingagátt