Stutt við hafnfirskt tónlistarfólk

Fréttir

Hafnarfjarðarbær fær tæpar 23,5 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám næsta skólaár.

Styrkur til að efla tónlistarnám!

Hafnarfjarðarbær fær tæpar 23,5 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til stuðnings við tónlistarnám næsta skólaár. Framlagið hækkar um tæpar 2 milljónir króna milli ára.

Stutt við tónlistarfólk

Innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að úthlutun framlaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda skólaárið 2024-2025.

Fram kemur á vef stjórnarráðsins að úthlutunin, sem nemur 707,1 milljónum króna, fari fram á grundvelli 2. mgr. 1. gr. reglna um framlög vegna hljóðfæranáms á framhaldsstigi og söngnáms á mið- og framhaldsstigi, en flest tónlistarfólk sækir það nám til höfuðborgarinnar.

Já, dagurinn er alltaf betri með góðri tónlist.

Ábendingagátt