Stuttar lokanir og truflun á umferð um Reykjanesbraut

Fréttir

Ef veður leyfir er áætlað að flytja tvær göngubrýr fyrir framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar á rétta staði um helgina. Flutningur mun eiga sér stað föstudagskvöld og laugardagskvöld og hefjast kl. 21 bæði kvöldin. Flutningur mun hafa áhrif á umferð, lokað verður fyrir umferð bæði kvöldin í 15 mínútur án hjáleiðar og áfram til kl. 02:00 með hjáleið um Ásbraut. 

Ef veður leyfir er áætlað að flytja tvær göngubrýr fyrir framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar á rétta staði um helgina. Flutningur mun eiga sér stað föstudagskvöld og laugardagskvöld og hefjast kl. 21 bæði kvöldin. Flutningur mun hafa áhrif á umferð, lokað verður fyrir umferð bæði kvöldin í 15 mínútur án hjáleiðar og áfram til kl. 02:00 með hjáleið um Ásbraut. 

Föstudagskvöldið 28. febrúar kl. 21

Umferð á Reykjanesbraut milli Straumsvíkur og Krýsuvíkurgatnamóta verður stöðvuð kl. 21:00 í u.þ.b. 15 mínútur, án hjáleiðar fyrir almenning. Umferð verður jafnframt stöðvuð á Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurgatnamóta og Kaldárselsvegar milli kl 21:00 og 02:00 með hjáleið um Ásbraut.

Laugardagskvöldið 29. febrúar kl. 21

Umferð á Reykjanesbraut milli Straumsvíkur og Krýsuvíkurgatnamóta verður stöðvuð kl. 21:00 í u.þ.b. 15 mínútur, án hjáleiðar fyrir almenning. Umferð verður jafnframt stöðvuð á Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurgatnamóta og Strandgötubrúar milli kl 21:00 og 02:00 með hjáleið um Ásbraut.

Íbúum og öðrum þeim sem leið eiga um brautina er fyrirfram þakkað fyrir sýndan skilning og þolinmæði. 

Mynd: Hersir Gíslason

Ábendingagátt