Styrkir til uppbyggingar innviða á ferðamannastöðum

Fréttir

Ráðherrar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarmála og umhverfis- og auðlindamála gerðu í gær grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020. Hafnarfjarðarbær fær styrk til uppbyggingar við Leiðarenda og Krýsuvíkurbjarg. 

Styrkir til uppbyggingar við Leiðarenda og Krýsuvíkurbjarg

Ráðherrar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarmála og
umhverfis- og auðlindamála gerðu í gær grein fyrir úthlutun fjármuna til
uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið
2020. Samtals er úthlutað rúmum 1,5 milljarði króna úr Landsáætlun um
uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða sem gerir kleift að
halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp innviði á ferðamannastöðum.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
– Leiðarendi

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki til 33
verkefna um allt land árið 2020 sem nema samtals 501,5 milljónum króna. Alls
bárust sjóðnum 134 umsóknir að þessu sinni með styrkbeiðnum upp á 2,3
milljarða. Hafnarfjarðarbær fær úthlutun upp á kr. 5.760.000.- til að fara í
uppbyggingu á bílastæði við Leiðarenda í takt við deiliskipulag. Stæðið er
staðsett á röskuðu svæði við vegöxl Bláfjallavegar. Fylla þarf í stæðin, valta
og bera mulning í. Verkefnið þykir ríma vel við helstu áhersluþætti sjóðsins varðandi
náttúruvernd, öryggi og uppbyggingu innviða á viðkvæmum ferðamannastað.

Verkefnaáætlun
Landsáætlunar 2020-2022. Krýsuvíkurbjarg

Gert er ráð fyrir um þriggja milljarða framlagi til þriggja
ára, sem rennur til verkefnaáætlunar Landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem
gildir fyrir árin 2020-2022. Alls hafa verið skilgreindir 119 ferðamannastaðir,
ferðamannaleiðir og ferðamannasvæði, þar sem aðgerðir hafa þegar hafist fyrir
tilstuðlan landsáætlunar eða eru fyrirhugaðar til og með ársins 2022.
Hafnarfjarðarbær fær nýja úthlutun úr verkefnaáætlun upp á kr. 11.000.000.- í
hönnun á ferðamannastað við Krýsuvíkurberg í samræmi við deiliskipulag. 

Fyrir er sveitarfélagið með 12.000.000.- kr. styrk til uppbyggingar í Seltúni til áranna 2019-2021 til að bæta aðstöðu til útivistar á öllu svæðinu, þjónustu og gönguleiðir. 

Ábendingagátt