Styrkir úr húsverndarsjóði til viðhalds og endurbóta

Fréttir

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa í Hafnarfirði og veitir styrki til viðhalds og endurbóta. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2025.

Húsverndarsjóður – styrkir til viðhalds og endurbóta eldri húsa

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa í Hafnarfirði og veitir styrki til viðhalds og endurbóta. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds og verndunar annarra mannvirkja í bænum sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunalegan byggingarstíl húss og sjónarmið húsverndar.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2025

Umsóknareyðublöð eru á Mínum síðum á hafnarfjordur.is undir: Umsóknir | Aðrar umsóknir | Húsverndarsjóður Hafnarfjarðar. Umsóknum skulu fylgja greinargóðar upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir og kostnað.

Mat á umsóknum

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar úthlutar styrkjum úr húsverndarsjóði að fenginni umsögn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildi hennar fyrir varðveislu byggingararfs Hafnarfjarðar. Áhersla skal lögð á að styrkja framkvæmdir sem færa ytra byrði húsa s.s. glugga og klæðningu til upprunalegs horfs. Umsóknir vegna framkvæmda sem telja má til eðlilegs viðhalds teljast að jafnaði ekki styrkhæfar.

Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna í reglugerð húsverndarsjóðs Hafnarfjarðar

Ábendingagátt