Styrkir úr sjóði Friðriks og Guðlaugar

Fréttir

Stjórn sjóðs Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki til að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði.

Stjórn sjóðs Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki. Hlutverk sjóðsins er að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði og styrkja hafnfirska nemendur til framhaldsnáms í tónlist og fræðimenn í tónlist.

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2020. Sótt er um á mínum síðum á hafnarfjordur.is. Umsækjandi skal gefa greinargóða lýsingu á námi sínu eða fyrirhuguðu verkefni. 

Í erfðaskrá frá 1960 arfleiddu hjónin Friðrik Bjarnason og Guðlaug Pétursdóttir Hafnarfjarðarbæ af miklum hluta eigna sinna og mæltu svo fyrir að bækur og munir skyldu varðveittar í bókasafninu og að stofnaður væri sjóður til að “efla tónlistarlíf í Hafnarfirði með þeim hætti er best þykir fara hverju sinni, þó einkum til eflingar sönglífs í bænum“, og „styrkja nemendur til tónlistarnáms og fræðimenn í tónlist“. Styrkveiting fer fram á fæðingardegi Friðriks 27. nóvember en þann dag eru 140 ár frá því Friðrik fæddist.

Stjórn sjóðsins skipa:
Andrés Þór Gunnlaugsson
Helga Loftsdóttir
Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á menning@hafnarfjordur.is

Hægt er að fræðast um Friðrik og Guðlaugu á ismus.is

Ábendingagátt