Styrkir úr sjóði Friðriks og Guðlaugar afhentir 

Fréttir

Fjögur verkefni hlutu í dag styrk úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur og voru styrkirnir afhentir með laufléttri athöfn á Bókasafni Hafnarfjarðar við píanó þeirra hjóna í tónlistardeild safnsins. Verkefnin eiga það sameiginlegt að ýta undir og efla tónlistarlífið í bænum og þá einkum sönglífið rétt eins og reglur sjóðsins kveða á um. Styrkveiting fer fram á fæðingardegi Friðriks 27. nóvember ár hvert.  

“Þú hýri Hafnarfjörður”

Fjögur verkefni hlutu í dag styrk úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur og voru styrkirnir afhentir með laufléttri athöfn á Bókasafni Hafnarfjarðar við píanó þeirra hjóna í tónlistardeild safnsins. Verkefnin eiga það sameiginlegt að ýta undir og efla tónlistarlífið í bænum og þá einkum sönglífið rétt eins og reglur sjóðsins kveða á um. Styrkveiting fer fram á fæðingardegi Friðriks 27. nóvember ár hvert.  

Júnísól, sönghátíð og HIMA í Hafnarfirði 2024 

Þau hjón gáfu Hafnarfjarðarbæ svo til allar eigur sínar áður en þau létust og af gjafafé þeirra stofnaður sjóður til styrktar og eflingar sönglífi í Hafnarfirði. Óskað er eftir umsóknum í sjóðinn árlega. Ármann Helgason hlaut kr. 150.000.- styrk í verkefnið Söngur og fiðrildi við júnísól á Björtum dögum. Sönghátíð í Hafnarborg með Andlag hlaut kr. 200.000 styrk. Kammerkór Hafnarfjarðar tók á móti kr. 150.000,- styrk fyrir verkefnið Söngur af lífi og sál – verkin hans Friðriks. HIMA Alþjóðlega tónlistarakademían hlaut kr. 200.000.- fyrir verkefnið HIMA Alþjóðlega tónlistarakademían í Hafnarfirði sumarið 2024.  

Sjóður til eflingar á hafnfirsku tónlistarlífi  

Í erfðaskrá frá 1960 arfleiddu hjónin Friðrik Bjarnason og Guðlaug Pétursdóttir Hafnarfjarðarbæ af miklum hluta eigna sinna og mæltu svo fyrir að bækur og munir skyldu varðveittar í bókasafninu og að stofnaður væri sjóður til að “efla tónlistarlíf í Hafnarfirði með þeim hætti er best þykir fara hverju sinni, þó einkum til eflingar sönglífs í bænum“, og „styrkja nemendur til tónlistarnáms og fræðimenn í tónlist“. Helsta lag/ljóð þeirra Friðriks Bjarnasonar organista og tónskálds og Guðlaugar Pétursdóttur eiginkonu hans er héraðssöngur okkar Hafnfirðinga: „Þú hýri Hafnarfjörður“.  

Hægt er að fræðast um Friðrik og Guðlaugu á ismus.is 

Ábendingagátt