Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þrjú verkefni hlutu í dag styrk úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur og voru styrkirnir afhentir með laufléttri athöfn á Bókasafni Hafnarfjarðar við píanó þeirra hjóna í tónlistardeild safnsins. Verkefnin eiga það sameiginlegt að ýta undir og efla tónlistarlífið í bænum og þá einkum sönglífið rétt eins og reglur sjóðsins kveða á um. Styrkveiting fer fram á fæðingardegi Friðriks 27. nóvember ár hvert.
Þau hjón gáfu Hafnarfjarðarbæ svo til allar eigur sínar áður en þau létust og af gjafafé þeirra stofnaður sjóður til styrktar og eflingar sönglífi í Hafnarfirði. Óskað er eftir umsóknum í sjóðinn árlega. Sinfónítuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hlaut kr. 300.000.- styrk í námsferð sveitarinnar til Katalóníu. Barbörukórinn í Hafnarfirði hlaut kr. 200.000 styrk til þess að frumflytja nýja messu eftir Auði Guðjohnsen sem tileinkuð verður kórnum og Andrés Thor tók á móti kr. 200.000,- styrk fyrir verkefnið Síðdegistónar í Hafnarborg.
Í erfðaskrá frá 1960 arfleiddu hjónin Friðrik Bjarnason og Guðlaug Pétursdóttir Hafnarfjarðarbæ af miklum hluta eigna sinna og mæltu svo fyrir að bækur og munir skyldu varðveittar í bókasafninu og að stofnaður væri sjóður til að “efla tónlistarlíf í Hafnarfirði með þeim hætti er best þykir fara hverju sinni, þó einkum til eflingar sönglífs í bænum“, og „styrkja nemendur til tónlistarnáms og fræðimenn í tónlist“. Helsta lag/ljóð þeirra Friðriks Bjarnasonar organista og tónskálds og Guðlaugar Pétursdóttur eiginkonu hans er héraðssöngur okkar Hafnfirðinga: „Þú hýri Hafnarfjörður“.
Hægt er að fræðast um Friðrik og Guðlaugu á ismus.is
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri skoðaði viðamiklar hótelframkvæmdir sem nú eiga sér stað við Fjörukrána. Rósa hefur farið víða í haust og…
Syngdu með Sveinka eru 25 sýningar sem hver tekur 30 mínútur þar sem áhorfendur taka þátt í að syngja jólin…
Þrettán jólasveinar, Grýla, Leppalúði og kötturinn sem prýtt hafa Strandgötu Hafnarfjarðar í aðdraganda jóla hafa fengið nýjan tilgang. Hægt er…
Fyrstu þrjátíu stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar hafa nú útskrifast fyrstir allra úr Leiðtogaskólanum. Markmið skólans eru skýr. Þau eru að skapa menningu…
Hjartasvellið, Jólahjartað og Jóli Hólm. Allt eru þetta viðburðir á vegum Bæjarbíós fyrir þessa aðventu.
Rithöfundurinn og leikarinn David Walliams kom óvænt í dag í heimsókn í Áslandsskóla. Skólinn er nú kominn úr verkfalli og…
Fimm ára leikskólabörn Smáralundar kíktu í Jólabærinn Hafnarfjörð nú í morgunsárið og skreyttu Cuxhaven-jólatréð. Jólabærinn heldur í fallegar hefðir sem…
Handverk og skart. Fjöldi fyrirtækja hefur hreiðrað um sig í Fornubúðum á Hafnarfjarðarhöfn. Þar má finna gullmolana Gáru og Sign…
„Við erum að skapa hefðir og prófa okkur áfram. Við viljum taka þátt í hafnfirsku jólastemningunni,“ segir Guðrún Böðvarsdóttir einn…
Jólamarkaður Íshússins í Ægi 220 verður tvisvar fyrir þessi jól, annars vegar sunnudaginn 24. nóvember og hins vegar að kvöldi…