Styrkir úr sjóði Friðriks og Guðlaugar afhentir 

Fréttir

Þrjú verkefni hlutu í dag styrk úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur og voru styrkirnir afhentir með laufléttri athöfn á Bókasafni Hafnarfjarðar við píanó þeirra hjóna í tónlistardeild safnsins. Verkefnin eiga það sameiginlegt að ýta undir og efla tónlistarlífið í bænum og þá einkum sönglífið rétt eins og reglur sjóðsins kveða á um. Styrkveiting fer fram á fæðingardegi Friðriks 27. nóvember ár hvert.  

„Þú hýri Hafnarfjörður“

Þrjú verkefni hlutu í dag styrk úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur og voru styrkirnir afhentir með laufléttri athöfn á Bókasafni Hafnarfjarðar við píanó þeirra hjóna í tónlistardeild safnsins. Verkefnin eiga það sameiginlegt að ýta undir og efla tónlistarlífið í bænum og þá einkum sönglífið rétt eins og reglur sjóðsins kveða á um. Styrkveiting fer fram á fæðingardegi Friðriks 27. nóvember ár hvert.  

Námsferð Sinfóníuhljómsveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Ný messa og Síðdegistónar

Þau hjón gáfu Hafnarfjarðarbæ svo til allar eigur sínar áður en þau létust og af gjafafé þeirra stofnaður sjóður til styrktar og eflingar sönglífi í Hafnarfirði. Óskað er eftir umsóknum í sjóðinn árlega. Sinfónítuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar  hlaut kr. 300.000.- styrk í námsferð sveitarinnar til Katalóníu. Barbörukórinn í Hafnarfirði hlaut kr. 200.000 styrk til þess að frumflytja nýja messu eftir Auði Guðjohnsen sem tileinkuð verður kórnum og  Andrés Thor tók á móti kr. 200.000,- styrk fyrir verkefnið Síðdegistónar í Hafnarborg.  

 

Sjóður til eflingar á hafnfirsku tónlistarlífi  

Í erfðaskrá frá 1960 arfleiddu hjónin Friðrik Bjarnason og Guðlaug Pétursdóttir Hafnarfjarðarbæ af miklum hluta eigna sinna og mæltu svo fyrir að bækur og munir skyldu varðveittar í bókasafninu og að stofnaður væri sjóður til að “efla tónlistarlíf í Hafnarfirði með þeim hætti er best þykir fara hverju sinni, þó einkum til eflingar sönglífs í bænum“, og „styrkja nemendur til tónlistarnáms og fræðimenn í tónlist“. Helsta lag/ljóð þeirra Friðriks Bjarnasonar organista og tónskálds og Guðlaugar Pétursdóttur eiginkonu hans er héraðssöngur okkar Hafnfirðinga: „Þú hýri Hafnarfjörður“.  

Hægt er að fræðast um Friðrik og Guðlaugu á ismus.is 

Ábendingagátt