Styrkir vegna náms tækjakaupa fatlaðs fólks

Fréttir

Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks sem þarfnast sértæks stuðnings vegna fötlunar sinnar til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks sem þarfnast sértæks stuðnings vegna fötlunar sinnar til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Styrkurinn er ætlaður til félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu. Forsendur fyrir styrknum eru að eiga lögheimili í Hafnarfirði, hafa náð 18 ára aldri og vera með varanlegt örorkumat.

Sveitarfélögum er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga. Einnig er heimilt að veita styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfssemi að endurhæfingu lokinni enda teljist starfssemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

Opið er fyrir umsóknir frá 1. – 30. september 2019.
Umsóknarform  er á finna á MÍNAR SÍÐUR

Ábendingagátt