Styrkir vegna námskostnaðar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær veitir fötluðu fólki styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Umsóknarfrestur er til og með 30.09.2016

Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. „Með fötlun er átt við það ástand sem skapast þegar einstaklingur þarf fjölþætta þjónustu og aðstoð til langframa vegna alvarlegrar þroskaröskunar eða annarrar röskunar á færni.“

Hafnarfjarðarbær veitir fötluðu fólki styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita fötluðu fólki sem er 18 ára og eldra styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluð fólki að skapa sér atvinnu.

Umsókn er fyllt út á  MÍNAR SÍÐUR

Umsóknarfrestur er til með 30. september 2016.

Ábendingagátt