Styrkja ungmennin okkar í 8. bekk til að velja rétt

Fréttir

Allir 8. bekkingar í grunnskólum Hafnarfjarðar fá á næstu vikum að taka þátt í vímuefnafræðslunni Veldu. Það er forvarnaverkefni styrkt af heilsubænum — fræðsla sérstaklega hönnuð til að styrkja ungmenni.

 Áhersla á jákvæða sjálfsmynd unglinganna okkar og leiðir til að forðast áhættuhegðun

Allir 8. bekkingar í grunnskólum Hafnarfjarðar fá á næstu vikum að taka þátt í vímuefnafræðslunni Veldu. Það er forvarnaverkefni styrkt af Heilsubænum. Veldu er fræðsla sérstaklega hönnuð til að styrkja ungmenni. Lögð er áhersla á að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og leiðbeina þeim í að forðast áhættuhegðun. Reyndir hjúkrunarfræðingar frá Heilsulausnum fræða ungmennin okkar. Hjúkrunarfræðingarnir hafa sinnt slíkri fræðslu víðsvegar um árabil og áður komið í grunnskóla Hafnarfjarðar við góðan orðstír.

Foreldar fá fræðslu og eru hvattir til að taka þátt

Foreldrum og forráðamönnum verður einnig boðin fræðsla með það að markmiði að styðja við þá í að eiga samtalið við unglingana sína heima. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt þegar boðið kemur. Heilsubærinn Hafnarfjörður stendur fyrir og styður við ýmsa viðburði sem tengjast hreyfingu og heilsu í Hafnarfirði. Markmiðið er að stuðla að aukinni vellíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar. Veldu er einn af þessum viðburðum Heilsubæjarins. Allt til að efla okkur í lífi og starfi.

Já, lífið er litríkt og skemmtilegt!

Ábendingagátt