Styrkur svifryks hár vegna sandfoks

Fréttir

Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu er hár vegna sandfoks frá söndunum á Suðurlandi. Mælar í Hafnarfirði eru á Norðurhellu og Hvaleyrarholti. 

Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu er hár vegna sandfoks frá söndunum á Suðurlandi.

Mælar í Hafnarfirði eru á Norðurhellu og Hvaleyrarholti 

Á hádegi í dag var klukkustundargildi svifryks við á Norðurhellu 132,4 míkrógrömm á rúmmetra en strax klukkan eitt var gildið 8,8 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöð á Hvaleyrarholti var gildið 5,2 míkrógrömm á rúmmetra á hádegi.  Sólarhrings- heilsuverndarmörk fyrir svifrik eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Ekki er nauðsynlegt fyrir fólk að grípa til
sérstakra ráðstafana á svona degi þar sem gildin eru óvenju há. Þeim sem eru viðkvæmir fyrir er þó ráðlagt að forðast
mikla áreynslu utandyra og dagurinn í dag ekki endilega besti dagurinn til að stunda útihlaup. 

Fylgjast má með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Hafnarfirði og annars staðar á landinu. 

Ábendingagátt