Styrkur til unglinga- og barnastarfs íþróttafélaganna

Fréttir

Hafnarfjarðarbær, Rio Tinto og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar reka stuðningssjóð sem er ætlað að styðja við barnastarf íþróttafélaganna í Hafnarfirði. 

Hafnarfjarðarbær, Rio Tinto og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) reka stuðningssjóð sem er ætlað að styðja við barnastarf íþróttafélaganna í
Hafnarfirði. Úthlutun úr sjóðnum átti sér stað nýlega og er það fjöldi iðkenda og menntunarstig þjálfara sem ræður upphæð á styrk til hvers félags. 

Sérstakar þakkir fyrir vasklega framgöngu á tímum Covid19

Úthlutað er tvisvar á ári og núna var úthlutað 12.000.000 kr. Hnefaleikafélagið
fékk Jafnréttishvataverðlaunin 2020, hvatningarverðlaun fyrir að jafna kynhlutfall iðkenda. Ágúst Bjarni
Garðarsson formaður bæjarráðs notaði tækifærið og þakkaði íþróttafélögunum
sérstaklega fyrir framgöngu þeirra gagnvart yngstu iðkendum meðan á
samkomubanni stóð en þau stóðu fyrir allskonar fjarþjálfun. Hann minntist
einnig á aukinn stuðning Hafnarfjarðarbæjar í sumar til félaganna sem er sérstaklega fólginn
í fleiri sumarstarfsmönnum í gegnum Vinnuskólann.

Við óskum aðildarfélögum innilega til hamingju!

Ábendingagátt