Styrkur veittur til áframhaldandi uppbyggingar í Seltúni

Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutaði á dögunum 16 milljónum króna til áframhaldandi uppbyggingar í Seltúni í Krýsuvík. Styrkurinn er veittur til að bæta aðstöðu, þjónustu og gönguleiðir sem og að bæta aðstöðu til útivistar á svæðinu í heild.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutaði á dögunum 16 milljónum króna til áframhaldandi uppbyggingar í Seltúni í Krýsuvík. Styrkurinn er veittur til að bæta aðstöðu, þjónustu og gönguleiðir sem og að bæta aðstöðu til útivistar á svæðinu í heild. Um er að ræða mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði og kallar það eitt á að gönguleiðir þarf stöðugt að vera að laga þar sem slit er mikið. 

Þessi vinsæli ferðamannastaður er á áfangastaðaáætlun 

Árið 2017 var sett bundið slitlag á bílastæði auk þess sem stígar voru lagaðir. Árið 2018 hófst svo vinna við undirbúning að stækkun salerna sem fól m.a. í sér að vatn var lagt frá borholu að Seltúni en ný salerni voru opnuð 2020. Framkvæmdin sem nú stendur til að fara í felur í sér gerð göngupalla og dvalarsvæðis við háhitasvæði sem er á svæðinu upp á barðinu. Í dag eru þar malarstígar sem oft eru í drullu. Búið er að hanna útlit og staðsetningu. Þessi framkvæmd þykir mjög mikilvæg og brýn m.a. vegna öryggis- og náttúruverndarsjónarmiða. Þessi vinsæli ferðamannastaður er á áfangastaðaáætlun og verkefnið því í samræmi við megináherslur sjóðsins.

Sjá tilkynningu á vef Ferðamálastofu 

Ábendingagátt