Stytting á viðveru leikskólabarna

Fréttir

Alþjóðadagur barna var í gær og samhliða fagnaði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára afmæli. Fræðsluráð Hafnarfjarðar fagnaði deginum með því að samþykkja styttingu á viðveru leikskólabarna og þannig mun hámarksvistunartími verða 8,5 tímar á dag frá og með næstu áramótum. Leikskólar í Hafnarfirði eru samhliða hvattir til að skoða styttingu á opnun í takt við skráningar barna.

Alþjóðadagur barna var
í gær og samhliða fagnaði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára afmæli.
Fræðsluráð Hafnarfjarðar fagnaði deginum með því að samþykkja styttingu á
viðveru leikskólabarna og þannig mun hámarksvistunartími verða 8,5 tímar á dag
frá og með næstu áramótum. Leikskólar í Hafnarfirði eru samhliða hvattir til að
skoða styttingu á opnun í takt við skráningar barna.

Í skýrslu starfshóps Hafnarfjarðarbæjar um bættar
starfsaðstæður í leikskólum var bent á langan vistunartíma íslenskra barna og
færð góð rök út frá rannsóknum á líðan og þroska barna. Því telur fræðsluráð
Hafnarfjarðar það framfaraskref og stuðla að bættri líðan barna að dvöl þeirra
á leikskóla fari ekki yfir fyrrgreindan tíma. Þá er jafnframt vísað í ráðlagðan
aldurstengdan vistunartíma sem leikskólar kynna foreldrum við skráningu og er
sýnilegur á hverri deild leikskóla Hafnarfjarðar. Í sumum leikskólum bæjarins
er ekki þörf á að opið sé lengur en til kl. 16:30 á daginn. Aðrir leikskólar
sem eru með opið til kl. 17 eru hvattir til að að skoða styttingu á opnun í takt við
skráningar barnanna. Allir leikskólar Hafnarfjarðar munu áfram vera opnir milli
7:30 og 17 og laga sig að þörfum barna og fjölskyldna sem rúmast innan þessara
8,5 klukkustunda hámarks vistunartíma. 

Hafnarfjörður vinnur að því að innleiða
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og leggur því áherslu á að hagsmunir barna,
eins og lengd vistunartíma þeirra í leikskólum, séu hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku
þegar við á. Í gær, 20. nóvember, á 30 ára afmæli Barnasáttmálans þótti vel við
hæfi og í anda sáttmálans að Hafnarfjörður verði leiðandi í því að stytta
viðveru ungra barna í leikskólum bæjarins. Með þessari samþykkt er verið að
stíga stórt skref fyrir komandi kynslóð og stuðla þannig að bættum lífsgæðum
barna. Mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar hefur verið falið að kynna
og útfæra breytinguna.

Ábendingagátt