Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhalds frá og með 10. júní

Tilkynningar

Suðurbæjarlaug verður lokuð í um tvær vikur frá og með mánudeginum 10. júní vegna viðhalds og nýframkvæmda bæði innandyra og utan. Nær lokun til allrar starfsemi í húsinu. Ein helsta ástæða lokunar er nauðsynleg flísaviðgerð í laugarkeri sem kallar á tæmingu sundlaugar og samhliða verður unnið að öðru viðhaldi.

Nauðsynlegar viðgerðir í laugarkeri

Suðurbæjarlaug verður lokuð í um tvær vikur frá og með mánudeginum 10. júní vegna viðhalds og nýframkvæmda bæði innandyra og utan. Nær lokun til allrar starfsemi í húsinu. Ein helsta ástæða lokunar er nauðsynleg flísaviðgerð í laugarkeri sem kallar á tæmingu sundlaugar og samhliða verður unnið að öðru viðhaldi.

Opið í sundhöllinni um helgar á meðan á lokun stendur

Á meðan lokun stendur yfir í Suðurbæjarlaug verður opið um helgar í Sundhöll Hafnarfjarðar sem yfirleitt er lokuð um helgar. Á laugardögum verður opið frá kl. 8-18 og á sunnudögum frá kl. 8-21 í Sundhöllinni. Fastagestir og aðrir sundlaugagestir eru hvattir til að nýta sér þann möguleika.

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!

Ábendingagátt